Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 12:00 Friðrik Jónsson formaður BHM segir að samninganefndir hafi enn ekki komist á dýptina, enda var fyrsti formlegi fundur þeirra á föstudag. Vísir/Arnar Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00
„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45
Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23