„Mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. janúar 2023 13:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum. Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44
Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42