Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 19:35 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 26 skot í kvöld og var besti maður íslenska liðsins á móti Suður-Kóreu. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Viktor Gísli Hallgrímsson fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu á mótinu og varði frábærlega allan leikinn. Gaman að sjá þennan efnilega markvörð sýna hvað hann getur. Viktor var bestur en það voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem voru að spila frábærlega. Óðinn Þór Ríkharðsson kom inn með ellefu mörk á sínum fyrstu mínútum á mótinu og Bjarki Már Elísson hélt áfram að spila stórkostlega. Guðmundur Guðmundsson þjálfari gerði þetta líka mjög vel. Hann setti leikinn vel upp, nýtti mannskapinn vel og gat líka hvílt lykilmenn sem boðar gott fyrir framhaldið. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Suður-Kóreu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (26 varin skot- 58:50 mín.) Efnilegasti markvörður heims átti afbragðsgóðan leik og í raun nauðsynlegt fyrir hann upp á framhaldið. Ekki síst fyrir sjálfstraustið sem þarf að vera í farteskinu þegar lengra líður á keppnina. Frábær innkoma. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (8 mörk - 40:19 mín.) Verið jafnbesti leikmaður Íslands allt mótið. Virkar einbeittur og tilbúinn í slaginn. Ótrúlega mikilvægur þessu íslenska liði. Á þessa stöðu í liðinu algjörlega skuldlaust. Ekki hægt að kvarta yfir hans frammistöðu. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 23:10 mín.) Vildi gefa tóninn í leiknum sem er jákvætt. Hugsaði meira um liðsfélaga sína en sjálfan sig. Ávallt sterkur varnarlega og auðvitað vonumst við til og bíðum eftir stórleiknum. Hann hlýtur að koma í milliriðlinum í Gautaborg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 27:24 mín.) Byrjaði ekkert sérstaklega vel en vann sig síðan hægt og bítandi inn í leikinn. Skilaði fínu verki fyrir liðið. Hefur hins vegar enn ekki náð að glansa í gegn á mótinu. Leikmaður með leikskilning upp á tíu og vonandi nær hann að galdra fram sinn besta leik í framhaldinu. Íslenska þarf svo sannarlega á honum að halda í toppstandi og þá eigum við eins og hann hefur leikið með Magdeburg. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (6 mörk - 58:53 mín.) Átti skínandi fínan leik. Skoraði sex góð mörk og mataði félaga sína með frábærum stoðsendingum en tæknifeilarnir í leiknum voru því miður of margir. Varnarlega stóð hann vaktina vel og er leikmaður sem vel er hægt að treysta þegar Ómar Ingi er fjarverandi. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 5 (11 mörk - 58:34 mín.) Átti frábæran leik. Ótrúlega fljótur fram völlinn og með afburðar skottækni. Markgráðugur með afbrigðum og engu líka en að Valdimar Grímsson sé endurborinn í íslenska landsliðinu. Ótrúlega líkir leikmenn og þar ekki slæmum að líkjast. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (2 mörk - 31:09 mín.) Nýtti færin sín vel á línunni. Varnarlega traustur og ljóst að vera hans í þýsku úrvalsdeildinni í vetur hefur gert hann að mun betri leikmanni en hann var. Smitar út frá sér á vellinum og gefur íslenska liðinu jákvæða orku. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (2 stopp - 22:37 mín.) Ýmir Örn hefur oft leikið betur en á þessu móti. Skilar í raun alltaf sínu. Var í vandræðum með litla og kvika andstæðinga en gerði vel. Vonandi nær hann að galdra fram stórleiki í framhaldinu en við þurfum svo sannarlega á góðum varnarleik að halda ætli íslenska liðið sér í átta liða úrslit. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 18:17 mín.) Frábær innkoma hjá Janusi. Var með hundrað prósent skotnýtingu og spilaði fyrst og síðast fyrir liðið. Gerði hluti sem hann er bestur í. Ótrúlega hæfileikaríkur og virkar í fínu standi. Sterkur og kvikur. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk - 32:22 mín.) Fékk loksins tækifæri og hefur leikið gríðarlega vel með Melsungen í Þýskalandi í vetur. Var grimmur og sterkur varnarlega og skilaði tveimur frábærum mörkum. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 22:52 mín.) Ólafur var sem fyrr sterkur í varnarleiknum og nánast hnökralaus. Mun væntanlega ekki nýtast íslenska liðinu í sókninni eins og hann gerði þegar hann var upp á sitt besta. Veit upp á hár hvert hlutverk hans er sem er afar jákvætt ekki síst fyrir liðið. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 10:35 mín.) Fékk loksins tækifærið en þarna er maðurinn sem stal senunni á Evrópumótinu þegar hann kom bakdyramegin inn. Sterkur varnarlega og sóknarlega nýtist hann einnig mjög vel. Til þess að við sjáum meira af honum þarf hann fleiri mínútur og tækifæri. Góð viðbót við gott íslenskt landslið. Hákon Daði Styrmisson, vinstra horn - 3 (0 mörk - 14:58 mín.) Lék sinn fyrsta leik á stóra sviðinu en fékk ekki úr miklu að moða. Vonandi fáum við að sjá meira að honum en það er ekkert grín að keppa við Bjarka Má Elísson sem í dag er einn besti leikmaðurinn í sinni stöðu í heiminum.Björgvin Páll Gústavsson , mark - spilaði ekkiÓmar Ingi Magnússon, hægri skytta - spilaði ekkiSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Eftir mikla gagnrýni eftir Ungverjaleikinn þá mætti Guðmundur galvaskur til leiks. Það er ekki einfalt mál að undirbúa lið gegn andstæðingi eins og Suður-Kóreu en það gerði landsliðsþjálfarinn svo sannarlega. Það var í raun sama hvert var litið, handbragðið á liðinu var afar gott, einbeiting og grimmd og um fram allt lausnir. Afar vel gert. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Enginn í íslenska hópnum með Covid Rétt í þessu voru að berast þau tíðindi að enginn í íslenska hópnum er með Covid 19 en hópurinn fór í hraðpróf eftir leikinn í kvöld og allir neikvæðir. 16. janúar 2023 19:17 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu á mótinu og varði frábærlega allan leikinn. Gaman að sjá þennan efnilega markvörð sýna hvað hann getur. Viktor var bestur en það voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem voru að spila frábærlega. Óðinn Þór Ríkharðsson kom inn með ellefu mörk á sínum fyrstu mínútum á mótinu og Bjarki Már Elísson hélt áfram að spila stórkostlega. Guðmundur Guðmundsson þjálfari gerði þetta líka mjög vel. Hann setti leikinn vel upp, nýtti mannskapinn vel og gat líka hvílt lykilmenn sem boðar gott fyrir framhaldið. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Suður-Kóreu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (26 varin skot- 58:50 mín.) Efnilegasti markvörður heims átti afbragðsgóðan leik og í raun nauðsynlegt fyrir hann upp á framhaldið. Ekki síst fyrir sjálfstraustið sem þarf að vera í farteskinu þegar lengra líður á keppnina. Frábær innkoma. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (8 mörk - 40:19 mín.) Verið jafnbesti leikmaður Íslands allt mótið. Virkar einbeittur og tilbúinn í slaginn. Ótrúlega mikilvægur þessu íslenska liði. Á þessa stöðu í liðinu algjörlega skuldlaust. Ekki hægt að kvarta yfir hans frammistöðu. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 23:10 mín.) Vildi gefa tóninn í leiknum sem er jákvætt. Hugsaði meira um liðsfélaga sína en sjálfan sig. Ávallt sterkur varnarlega og auðvitað vonumst við til og bíðum eftir stórleiknum. Hann hlýtur að koma í milliriðlinum í Gautaborg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 27:24 mín.) Byrjaði ekkert sérstaklega vel en vann sig síðan hægt og bítandi inn í leikinn. Skilaði fínu verki fyrir liðið. Hefur hins vegar enn ekki náð að glansa í gegn á mótinu. Leikmaður með leikskilning upp á tíu og vonandi nær hann að galdra fram sinn besta leik í framhaldinu. Íslenska þarf svo sannarlega á honum að halda í toppstandi og þá eigum við eins og hann hefur leikið með Magdeburg. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (6 mörk - 58:53 mín.) Átti skínandi fínan leik. Skoraði sex góð mörk og mataði félaga sína með frábærum stoðsendingum en tæknifeilarnir í leiknum voru því miður of margir. Varnarlega stóð hann vaktina vel og er leikmaður sem vel er hægt að treysta þegar Ómar Ingi er fjarverandi. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 5 (11 mörk - 58:34 mín.) Átti frábæran leik. Ótrúlega fljótur fram völlinn og með afburðar skottækni. Markgráðugur með afbrigðum og engu líka en að Valdimar Grímsson sé endurborinn í íslenska landsliðinu. Ótrúlega líkir leikmenn og þar ekki slæmum að líkjast. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (2 mörk - 31:09 mín.) Nýtti færin sín vel á línunni. Varnarlega traustur og ljóst að vera hans í þýsku úrvalsdeildinni í vetur hefur gert hann að mun betri leikmanni en hann var. Smitar út frá sér á vellinum og gefur íslenska liðinu jákvæða orku. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (2 stopp - 22:37 mín.) Ýmir Örn hefur oft leikið betur en á þessu móti. Skilar í raun alltaf sínu. Var í vandræðum með litla og kvika andstæðinga en gerði vel. Vonandi nær hann að galdra fram stórleiki í framhaldinu en við þurfum svo sannarlega á góðum varnarleik að halda ætli íslenska liðið sér í átta liða úrslit. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 18:17 mín.) Frábær innkoma hjá Janusi. Var með hundrað prósent skotnýtingu og spilaði fyrst og síðast fyrir liðið. Gerði hluti sem hann er bestur í. Ótrúlega hæfileikaríkur og virkar í fínu standi. Sterkur og kvikur. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk - 32:22 mín.) Fékk loksins tækifæri og hefur leikið gríðarlega vel með Melsungen í Þýskalandi í vetur. Var grimmur og sterkur varnarlega og skilaði tveimur frábærum mörkum. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 22:52 mín.) Ólafur var sem fyrr sterkur í varnarleiknum og nánast hnökralaus. Mun væntanlega ekki nýtast íslenska liðinu í sókninni eins og hann gerði þegar hann var upp á sitt besta. Veit upp á hár hvert hlutverk hans er sem er afar jákvætt ekki síst fyrir liðið. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 10:35 mín.) Fékk loksins tækifærið en þarna er maðurinn sem stal senunni á Evrópumótinu þegar hann kom bakdyramegin inn. Sterkur varnarlega og sóknarlega nýtist hann einnig mjög vel. Til þess að við sjáum meira af honum þarf hann fleiri mínútur og tækifæri. Góð viðbót við gott íslenskt landslið. Hákon Daði Styrmisson, vinstra horn - 3 (0 mörk - 14:58 mín.) Lék sinn fyrsta leik á stóra sviðinu en fékk ekki úr miklu að moða. Vonandi fáum við að sjá meira að honum en það er ekkert grín að keppa við Bjarka Má Elísson sem í dag er einn besti leikmaðurinn í sinni stöðu í heiminum.Björgvin Páll Gústavsson , mark - spilaði ekkiÓmar Ingi Magnússon, hægri skytta - spilaði ekkiSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Eftir mikla gagnrýni eftir Ungverjaleikinn þá mætti Guðmundur galvaskur til leiks. Það er ekki einfalt mál að undirbúa lið gegn andstæðingi eins og Suður-Kóreu en það gerði landsliðsþjálfarinn svo sannarlega. Það var í raun sama hvert var litið, handbragðið á liðinu var afar gott, einbeiting og grimmd og um fram allt lausnir. Afar vel gert. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Enginn í íslenska hópnum með Covid Rétt í þessu voru að berast þau tíðindi að enginn í íslenska hópnum er með Covid 19 en hópurinn fór í hraðpróf eftir leikinn í kvöld og allir neikvæðir. 16. janúar 2023 19:17 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50
Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21
Enginn í íslenska hópnum með Covid Rétt í þessu voru að berast þau tíðindi að enginn í íslenska hópnum er með Covid 19 en hópurinn fór í hraðpróf eftir leikinn í kvöld og allir neikvæðir. 16. janúar 2023 19:17
„Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00
„Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55
„Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45