Handbolti

Þess vegna voru Kóreumenn í allt of stórum búningum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessar treyjur eru af stærri gerðinni.
Þessar treyjur eru af stærri gerðinni. vísir/vilhelm

Búningar Suður-Kóreu í leiknum gegn Íslandi vöktu mikla athygli enda voru þeir allt of stórir. Eiginlega kjánalega stórir á marga þeirra.

Blaðamaður greip liðsstjóra kóreska liðsins tali eftir leik og spurði hann út í búningana. Hann sagði einfalda skýringu vera á þessu.

„Þeir vilja vera í svona stórum búningum. Þeim finnst það þægilegra. Þetta eru engin mistök,“ sagði liðsstjórinn viðkunnalegi.

Hann bætti við að efnið í búningunum væri reyndar alls ekki nægilega gott fyrir handbolta. Þeir væru nýbúnir að semja við Puma sem er meira í treyjum sem henta fótbolta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×