Handbolti

Frakkland áfram með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frakkar flugu inn í milliriðil.
Frakkar flugu inn í milliriðil. Jan Woitas/Getty Images

Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru nú búnir. Frakkland vann Slóveníu og er komið áfram í milliriðil með fullt hús stiga. Þá er Brasilía komin áfram í milliriðil.

Í A-riðli vann Svartfjallaland tveggja marka sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í milliriðli, lokatölur 35-33. Svartfjallaland endar því með 4 stig á meðan Síle lýkur keppni án stiga.

Frakkland vann Slóveníu í toppslag B-riðils, lokatölur 35-31. Nedim Remili og Kentin Mahe voru markahæstir í liði Frakklands með sjö mörk hvor.

Í C-riðli vann Brasilía svo tveggja marka sigur á Grænhöfðaeyjum, lokatölur 30-28. Brasilía endar með fjögur stig og fer áfram í milliriðil. Grænhöfðaeyjar gætu gert slíkt hið sama en myndu þá fara þangað án stiga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×