Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2023 23:14 Andrew Tate hafði Kóraninn meðferðis þegar hann var mætti fyrir dómara í síðustu viku. Getty Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. Tate var ásamt bróður sínum, Tristan, handtekinn í Rúmeníu fyrir tæpum þremur vikum síðan. Lögreglan þar í landi hafði þá rannsakað þá um nokkurn tíma vegna gruns um að þeir hefðu þvingað konur til framleiðslu klámefnis sem þeir dreifðu svo á klámsíðum í þeirra eigu. Voru þeir sagðir hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim var haldið gegn þeirra vilja. Í greininni hér fyrir neðan má lesa meira um hver Andrew Tate er. Fyrir viku síðan var greint frá því að lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir þeim bræðrum og að lagt yrði hald á ökutæki þeirra og fasteignir. Það var síðan fyrir tveimur dögum síðan sem lúxuskerrur hans voru gerðar upptækar af lögreglunni og greint frá því að þeir myndu ekki losna úr gæsluvarðhaldi fyrr en í fyrsta lagi 30. janúar næstkomandi. „Eignin hans Tate“ Upphaflega var greint frá því að konurnar sem þeir eru grunaðir um að hafa brotið á séu sex talsins. Tvær þeirra stigu þó fram í síðustu viku og sögðust ekki vera nein fórnarlömb, bræðurnir séu félagar þeirra og hafi aldrei verið ofbeldisfullir í þeirra garð. Báðar eru þær með húðflúr tileinkað Tate-bræðrunum, önnur á hendinni sem á stendur „Tate Girl“ eða „Tate stelpa“ og hin með húðflúr sem á stendur „Property of Tate“ eða „Eignin hans Tate“. Viðtal við konurnar tvær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið (BBC) ræddi í dag við Bogdan Stancu sem er öryggisvörður Andrew Tate. Hann hefur starfað fyrir hann í nokkur ár og segist eiga bágt með að trúa því sem yfirmaður hans er sakaður um. Sé hann þó sekur um það sem hann á að hafa gert eigi auðvitað að refsa honum fyrir það. Stancu segir Tate hafa verið haldinn smá vænisýki og að hann hafi alltaf talið að einhver vildi meiða sig. Stancu gat þó ekki sagt hver á að hafa viljað meiða Tate. Hann segir að flestar þeirra kvenna sem dvöldu til skemmri eða lengri tíma heima hjá Tate í Rúmeníu hafi verið yngri en 25 ára gamlar. Allt uppihald þeirra var greitt af Tate og vildu einhverjar af þeim verða eiginkona hans. Stancu segir að konurnar hafi misskilið samband sitt við Tate. Fjarlægðar ef þær voru of fullar fyrir Tate Spurður hvort Tate hafi einhvern tímann beitt einhverjar konur ofbeldi á heimili sínu svaraði Stancu að svo sé ekki. Þá hafi Tate aldrei bannað neinum að yfirgefa heimili sitt líkt og hann er sakaður um. Hann segir að það hafi þó vissulega komið fyrir að hann hafi þurft að láta konur yfirgefa húsið með valdi að beiðni Tate. Það hafi verið eingöngu þegar konurnar voru orðnar „of fullar“ eða að „skapa vandamál“ þar. Umdeild búseta Ummæli Tate hafa oft vakið mikla athygli, þá sérstaklega þegar hann talar um konur. Hann talar oft niður til þeirra og vill meina að þær hafi minna frelsi en karlmenn til að gera það sem þær vilja gera. Þá hefur ástæðan fyrir því að hann flutti til Rúmeníu einnig vakið mikla athygli. „Ein af ástæðunum er MeToo-tímabilið. Fólk segir „Ó, þú ert nauðgari.“ Nei ég er ekki nauðgari, en mér finnst gott að geta gert það sem ég vil gera, mér finnst gott að vera frjáls. Ef hún fer til rúmensku lögreglunnar og segir „Hann nauðgaði mér í gær“ segja lögreglumennirnir „Allt í lagi, ertu með sönnunargögn? Er til myndband af því“,“ sagði Tate á samfélagsmiðlum árið 2017. Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tate var ásamt bróður sínum, Tristan, handtekinn í Rúmeníu fyrir tæpum þremur vikum síðan. Lögreglan þar í landi hafði þá rannsakað þá um nokkurn tíma vegna gruns um að þeir hefðu þvingað konur til framleiðslu klámefnis sem þeir dreifðu svo á klámsíðum í þeirra eigu. Voru þeir sagðir hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim var haldið gegn þeirra vilja. Í greininni hér fyrir neðan má lesa meira um hver Andrew Tate er. Fyrir viku síðan var greint frá því að lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir þeim bræðrum og að lagt yrði hald á ökutæki þeirra og fasteignir. Það var síðan fyrir tveimur dögum síðan sem lúxuskerrur hans voru gerðar upptækar af lögreglunni og greint frá því að þeir myndu ekki losna úr gæsluvarðhaldi fyrr en í fyrsta lagi 30. janúar næstkomandi. „Eignin hans Tate“ Upphaflega var greint frá því að konurnar sem þeir eru grunaðir um að hafa brotið á séu sex talsins. Tvær þeirra stigu þó fram í síðustu viku og sögðust ekki vera nein fórnarlömb, bræðurnir séu félagar þeirra og hafi aldrei verið ofbeldisfullir í þeirra garð. Báðar eru þær með húðflúr tileinkað Tate-bræðrunum, önnur á hendinni sem á stendur „Tate Girl“ eða „Tate stelpa“ og hin með húðflúr sem á stendur „Property of Tate“ eða „Eignin hans Tate“. Viðtal við konurnar tvær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið (BBC) ræddi í dag við Bogdan Stancu sem er öryggisvörður Andrew Tate. Hann hefur starfað fyrir hann í nokkur ár og segist eiga bágt með að trúa því sem yfirmaður hans er sakaður um. Sé hann þó sekur um það sem hann á að hafa gert eigi auðvitað að refsa honum fyrir það. Stancu segir Tate hafa verið haldinn smá vænisýki og að hann hafi alltaf talið að einhver vildi meiða sig. Stancu gat þó ekki sagt hver á að hafa viljað meiða Tate. Hann segir að flestar þeirra kvenna sem dvöldu til skemmri eða lengri tíma heima hjá Tate í Rúmeníu hafi verið yngri en 25 ára gamlar. Allt uppihald þeirra var greitt af Tate og vildu einhverjar af þeim verða eiginkona hans. Stancu segir að konurnar hafi misskilið samband sitt við Tate. Fjarlægðar ef þær voru of fullar fyrir Tate Spurður hvort Tate hafi einhvern tímann beitt einhverjar konur ofbeldi á heimili sínu svaraði Stancu að svo sé ekki. Þá hafi Tate aldrei bannað neinum að yfirgefa heimili sitt líkt og hann er sakaður um. Hann segir að það hafi þó vissulega komið fyrir að hann hafi þurft að láta konur yfirgefa húsið með valdi að beiðni Tate. Það hafi verið eingöngu þegar konurnar voru orðnar „of fullar“ eða að „skapa vandamál“ þar. Umdeild búseta Ummæli Tate hafa oft vakið mikla athygli, þá sérstaklega þegar hann talar um konur. Hann talar oft niður til þeirra og vill meina að þær hafi minna frelsi en karlmenn til að gera það sem þær vilja gera. Þá hefur ástæðan fyrir því að hann flutti til Rúmeníu einnig vakið mikla athygli. „Ein af ástæðunum er MeToo-tímabilið. Fólk segir „Ó, þú ert nauðgari.“ Nei ég er ekki nauðgari, en mér finnst gott að geta gert það sem ég vil gera, mér finnst gott að vera frjáls. Ef hún fer til rúmensku lögreglunnar og segir „Hann nauðgaði mér í gær“ segja lögreglumennirnir „Allt í lagi, ertu með sönnunargögn? Er til myndband af því“,“ sagði Tate á samfélagsmiðlum árið 2017.
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira