Drepinn af hundunum sínum Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 08:01 Philemon Mulala var hluti af gullkynslóð Sambíu sem tryggði þjóðinni fyrstu stóru verðlaun sín í knattspyrnu karla. FACEBOOK/FAZ Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri. Mulala átti heima í Licthenburg í Suður-Afríku og var í garðinum við heimili sitt þegar hann lést en hann var bitinn til bana af hundum sínum þremur. Eiginkona Mulala kom að honum látnum samkvæmt Sam Tselanyane, talsmanni lögreglunnar. „Hún fór ekki til að kanna hvort eitthvað væri að [þegar hundarnir geltu] þar sem að mikil umferð er við húsið og hundarnir höfðu margoft gelt að gangandi vegfarendum og farartækjum sem fóru þarna framhjá,“ sagði Tselanyane. Þegar eiginkona Mulala fór svo að leita að honum kom hún að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus í garðinum og sá svo að hann hafði verið bitinn af hundunum þeirra. „Þetta er svo sorglegur endir,“ sagði Sydney Mungala, talsmaður knattspyrnusambands Sambíu, við ESPN. „Margir sem fylgdust með honum, sérstaklega stuðningsmenn Mufulira Wanderers, hafa verið að syrgja hann. Það muna margir eftir honum frá því að hann var í landsliðinu, þar sem hann tók þátt í að vinna fyrstu verðlaun sjálfstæðrar Sambíu,“ sagði Mungala. Mulala var áberandi í landsliði Sambíu á níunda áratugnum en liðið vann Austur- og Mið-Afríkubikarinn árið 1984. Mulala skoraði þá tvisvar gegn Kenía í undanúrslitaleiknum. Hann átti einnig góðu gengi að fagna sem leikmaður Mufulira Wanderers í heimalandinu en flutti síðar til Suður-Afríku og lék þar með Cape Town Spurs og Dynamos FC. Andlát Sambía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Mulala átti heima í Licthenburg í Suður-Afríku og var í garðinum við heimili sitt þegar hann lést en hann var bitinn til bana af hundum sínum þremur. Eiginkona Mulala kom að honum látnum samkvæmt Sam Tselanyane, talsmanni lögreglunnar. „Hún fór ekki til að kanna hvort eitthvað væri að [þegar hundarnir geltu] þar sem að mikil umferð er við húsið og hundarnir höfðu margoft gelt að gangandi vegfarendum og farartækjum sem fóru þarna framhjá,“ sagði Tselanyane. Þegar eiginkona Mulala fór svo að leita að honum kom hún að honum þar sem hann lá hreyfingarlaus í garðinum og sá svo að hann hafði verið bitinn af hundunum þeirra. „Þetta er svo sorglegur endir,“ sagði Sydney Mungala, talsmaður knattspyrnusambands Sambíu, við ESPN. „Margir sem fylgdust með honum, sérstaklega stuðningsmenn Mufulira Wanderers, hafa verið að syrgja hann. Það muna margir eftir honum frá því að hann var í landsliðinu, þar sem hann tók þátt í að vinna fyrstu verðlaun sjálfstæðrar Sambíu,“ sagði Mungala. Mulala var áberandi í landsliði Sambíu á níunda áratugnum en liðið vann Austur- og Mið-Afríkubikarinn árið 1984. Mulala skoraði þá tvisvar gegn Kenía í undanúrslitaleiknum. Hann átti einnig góðu gengi að fagna sem leikmaður Mufulira Wanderers í heimalandinu en flutti síðar til Suður-Afríku og lék þar með Cape Town Spurs og Dynamos FC.
Andlát Sambía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira