„Ef þið fallið þá getið þið hvergi falið ykkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 13:30 Youssef En-Nesyri er leikmaður Sevilla og skoraði í Meistaradeildarleiknum á móti FCK. Getty/Jose Breton Spænska knattspyrnufélagið Sevilla hefur upplifað mun betri tíma en þá sem leikmenn og stuðningsmenn þurfa að ganga í gegnum þessa dagana. Sevilla liðið er nefnilega komið í mikla fallhættu í La Liga deildinni eftir aðeins þrjá sigra í fyrstu sautján leikjunum. Sevilla menn sitja í nítjánda og næstsíðasta sæti með fimmtán stig en það eru þó bara tvö stig í öruggt sæti. Liðið vann tvo fyrstu leiki ársins 2023, fyrst bikarleik á móti neðri deildar liði og svo 2-1 sigur á Getafe en fór snögglega aftur niður á jörðina eftir tap á móti Girona um síðustu helgi. Það þýðir að Andalúsíuliðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Liðið hefur þegar tapað tvöfalt fleiri leikjum á tímabilinu en allt tímabilið í fyrra. Sevilla liðið endaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð og var því með í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið vann sinn eina sigur á FC Kaupmannahöfn. Félagið vann Evrópudeildina 2020 og hafði þá unnið hana fjórum sinnum á sex ára tímabili. Þótt að Sevilla ekki unnið stóran titil á Spáni síðan félagið varð bikarmeistari 2010 og ekki unnið spænsku deildina síðan 2001 þá hefur félagið mjög oft verið fulltrúi Spánar í Meistaradeildinni. Nú er öldin önnur og stuðningsmenn fá að upplifa allt aðra baráttu á þessu tímabili. Öfgastuðningsmenn Sevilla taka þessu ástandi ekki vel og stand í hótunum. Þeir spreyjuðu á leikvang félagsins skilaboðin: „Ef þið fallið þá getið þið hvergi falið ykkur“. Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sevilla liðið er nefnilega komið í mikla fallhættu í La Liga deildinni eftir aðeins þrjá sigra í fyrstu sautján leikjunum. Sevilla menn sitja í nítjánda og næstsíðasta sæti með fimmtán stig en það eru þó bara tvö stig í öruggt sæti. Liðið vann tvo fyrstu leiki ársins 2023, fyrst bikarleik á móti neðri deildar liði og svo 2-1 sigur á Getafe en fór snögglega aftur niður á jörðina eftir tap á móti Girona um síðustu helgi. Það þýðir að Andalúsíuliðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Liðið hefur þegar tapað tvöfalt fleiri leikjum á tímabilinu en allt tímabilið í fyrra. Sevilla liðið endaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð og var því með í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið vann sinn eina sigur á FC Kaupmannahöfn. Félagið vann Evrópudeildina 2020 og hafði þá unnið hana fjórum sinnum á sex ára tímabili. Þótt að Sevilla ekki unnið stóran titil á Spáni síðan félagið varð bikarmeistari 2010 og ekki unnið spænsku deildina síðan 2001 þá hefur félagið mjög oft verið fulltrúi Spánar í Meistaradeildinni. Nú er öldin önnur og stuðningsmenn fá að upplifa allt aðra baráttu á þessu tímabili. Öfgastuðningsmenn Sevilla taka þessu ástandi ekki vel og stand í hótunum. Þeir spreyjuðu á leikvang félagsins skilaboðin: „Ef þið fallið þá getið þið hvergi falið ykkur“.
Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira