Strákarnir okkar þurfa að fella frændur sína eða treysta á mikla heppni Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 10:32 Ólafur Guðmundsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson glaðbeittir eftir sigurinn örugga gegn Suður-Kóreu. Þeir þurfa væntanlega einnig að vinna næstu þrjá leiki til að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Á Ísland enn möguleika á að vinna til verðlauna á HM? Getur liðið komist í undanúrslit án þess að vinna Svía? Hvað þarf að gerast og hvað má alls ekki gerast? Það er kominn tími til að rýna í stöðuna fyrir leiki Íslands í milliriðli. Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira