Handbolti

Fyrsta æfingin í Scandinavium | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viktor Gísli spilar með sérhannaða olnbogahlíf og það er talsverð vinna að teipa hana á og taka hana svo af eftir æfingu. Elís Rafnsson sjúkraþjálfari er öllu vanur og leysir verkefnið fagmannlega.
Viktor Gísli spilar með sérhannaða olnbogahlíf og það er talsverð vinna að teipa hana á og taka hana svo af eftir æfingu. Elís Rafnsson sjúkraþjálfari er öllu vanur og leysir verkefnið fagmannlega. vísir/vilhelm

Strákarnir okkar komu til Gautaborgar um miðjan dag og drifu sig á æfingu til þess að hrista af sér slenið eftir ferðalagið frá Kristianstad.

Þeir tékkuðu sig inn á hótel við hliðina á hinni glæsilegu höll Scandinavium. Þeir geta því labbað á æfingu ef þeir vilja. Þetta er sama hótel og sænska landsliðið er á en umdeilt var að þeir séu neyddir til þess að keyra í leikina svo sjónvarpið geti myndað þá koma út úr rútu. Íslenska liðið mun þurfa að gera það sama.

Höllin er mun stærri en sú sem spilað var í síðast. Scandinavium tekur nefnilega 13 þúsund manns í sæti og það verða væntanlega mikil læti þar á föstudaginn er strákarnir spila við Svíana.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson tók af æfingu dagsins.

Þjálfararnir Guðmundur og Gunnar hér íbyggnir á svip.vísir/vilhelm

Arnar Freyr Arnarsson var léttur, ljúfur og kátur.vísir/vilhelm

Nei, hættu nú alveg! Björgvin og Óðinn í góðu glensi.vísir/vilhelm

Viggó hér einbeittur á svip.vísir/vilhelm

Strákarnir að pakka saman og búa sig til heimferðar upp á hótel.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×