Þeir tékkuðu sig inn á hótel við hliðina á hinni glæsilegu höll Scandinavium. Þeir geta því labbað á æfingu ef þeir vilja. Þetta er sama hótel og sænska landsliðið er á en umdeilt var að þeir séu neyddir til þess að keyra í leikina svo sjónvarpið geti myndað þá koma út úr rútu. Íslenska liðið mun þurfa að gera það sama.
Höllin er mun stærri en sú sem spilað var í síðast. Scandinavium tekur nefnilega 13 þúsund manns í sæti og það verða væntanlega mikil læti þar á föstudaginn er strákarnir spila við Svíana.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson tók af æfingu dagsins.




