Handbolti

„Ég var ekki brjálaður á bekknum“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viggó í Scandinavium-höllinni í gær.
Viggó í Scandinavium-höllinni í gær. vísir/vilhelm

Viggó Kristjánsson fékk loksins að spila á HM er íslenska liðið valtaði yfir Suður-Kóreu. Hann fékk ekki eina sekúndu í fyrstu leikjunum.

„Það var gott að fá að hlaupa og svitna. Það var minna að marka þann leik en fyrstu tvo en við gerðum þetta nokkuð fagmannlega,“ segir Viggó en var hann brjálaður á bekknum að fá ekkert að spila?

„Nei, ég var ekkert brjálaður. Ég hef upplifað þetta áður. Ég er með ágætan mann fyrir framan mig og þetta kom ekkert á óvart þannig. Auðvitað vil ég koma inn og hjálpa liðinu.“

Klippa: Viggó ekki ósáttur við sitt hlutverk

Grænhöfðaeyjar bíða liðsins á morgun en það er alger skyldusigur hjá íslenska liðinu.

„Við höfum sýnt það síðustu ár að við spilum alltaf fagmannlega gegn þessum liðum sem við eigum að vinna og ég held við séum það miklir atvinnumenn að við munum klára það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×