Mönnun sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 18. janúar 2023 10:31 Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar