Það var rosaleg stemmning hjá Íslendingunum í Kristianstad, bæði á stuðningsmannasvæðinu sem og í höllinni sjálfri. Í dag er komið að fyrsta leik íslenska liðsins í milliriðlinum sem er leikur á móti Grænhöfðaeyjum. Leikurinn hefst klukkan fimm að íslenskum tíma.
Íslendingar fjölmenna til Gautaborgar eins og í leikjunum í riðlinum í Kristianstad en upphitun stuðningsmanna Íslands fyrir leikina verður á Hard Rock café sem er staðsett á Kungsportsavenyen 10. Sérsveitin sér um að keyra upp stemninguna þar til farið verður í höllina.
Henry Birgir Gunnarsson gaf lesendum Vísis innsýn í stemninguna á stuðningsmannasvæðinu (e. fan zone) fyrir leikinn. Viðtöl hans frá nýja Fan Zone Íslendinga á Kungsportsavenyen má sjá hér fyrir neðan.
Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja hefst klukkan 17:00. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og vegleg umfjöllun verður um hann, aðdragandann og eftirmálann.