Að venju komu stuðningsmennirnir okkar saman fyrir leik en upphitun stuðningsmanna Íslands í Gautaborg verður á Hard Rock café sem er staðsett á Kungsportsavenyen tíu. Sérsveitin sá um að keyra upp stemninguna þar til hópurinn fór í höllina.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði þessum myndum af hressum íslenskum stuðningsmönnum hér fyrir neðan.














