Einkunnir strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Óðinn Þór bestur Íþróttadeild Sýnar skrifar 18. janúar 2023 19:40 Óðinn Þór Ríkharðsson og Ómar Ingi Magnússon voru flottir saman í fyrri hálfleik, Óðinn með fimm mörk og Ómar með þrjú mörk og sjö stoðsendingar. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið vann tíu marka stórsigur á Grænhöfðaeyjum, 40-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu í kvöld, íslenska liðið komst strax í 3-0 í upphafi leiks og lykilmenn fengu dýrmæta hvíld fyrir framhaldið í mótinu. Þetta var leikur á móti óhefðbundnu handboltaliði. Strákunum gekk oftast vel að refsa þeim í sóknarleiknum eins og fjörutíu skoruð mörk sýna en það er erfiðara að hrósa íslenska liðinu fyrir varnarleikinn eða markvörsluna. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Óðinn Þór Ríkharðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann er skemmtileg viðbót við þetta íslenska lið. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (6 varin skot- 28:42 mín.) Náði sér engan veginn á strik í leiknum. Var ekki á deginum sínum eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik. Í raun engin ástæða til að örvænta því á föstudaginn er leikurinn sem við þurfum á honum að halda. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (2 mörk - 25:29 mín.) Byrjaði leikinn svo sem ágætlega ekki síst sóknarlega. Virðist ekki að hafa mikinn áhuga á því að standa vörn og gleymir sér því miður allt of oft. Þetta þarf hann að laga. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 13:07 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel. Dældi stoðsendingum og skoraði góð mörk. Varnarlega vantaði mikið upp á hjá honum. Áhyggjuefni er að fyrirliðinn virðist ekki ganga heill til skógar og er ekki í þessu af sama afli og hann hefur verið. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (3 mörk - 20:37 mín.) Hann besta frammistaða á mótinu til þessa. Stýrði sóknarleik íslenska liðsins eins og herforingi. Lék félaga sína uppi, fiskaði víti og skoraði þrjú góð mörk. Glitti í þann Gísla sem við þekkjum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (3/2 mörk - 22:05 mín.) Spilaði í stuttan tíma en sýndi á þeim tíma sem hann lék að hann er algjör lykill að velgengi íslenska liðsins. Yfirsýn hans yfir leikinn er aðdáunarverð. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 4 (5 mörk - 30:00 mín.) Átti frábæran fyrri hálfleik. Gríðarlega fljótur og öruggur í öllum sínum aðgerðum. Nýtir færin sín vel og er fluglæs á leikinn. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 38:25 mín.) Elliði átti ekkert sérstakan dag í varnarleiknum og þurfti ekki að hafa þar mikið fyrir hlutunum. Fjögur mörk yfir hálfan völlinn voru hreint ótrúleg og hafa verið það á mótinu til þessa. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (4 stopp - 19:52 mín.) Leikmaðurinn sem allir eru að bíða eftir. Hann dreif íslenska liðið áfram með dugnaði sínum og krafti á síðasta Evrópumóti en í Svíþjóð hefur hann ekki funduð fjölina sína hverju sem er um að kenna. Hefur útgeislun á vellinum sem smitar frá sér til annarra leikmanna. Við auglýsum eftir henni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (6 varin skot- 29:18 mín.) Náði ekki að klukkan nægilega marga bolta en skoraði tvö góð mörk sem er gulls ígildi. Fljótur að koma boltanum í leik sem er hrikaleg búbót og vopn fyrir íslenska liðið. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (6 mörk - 30:00 mín.) Átti fína spretti í seinni hálfleiknum og skoraði sex mörk úr átta skotum. Varla hægt að biðja um meira í einum hálfleik. Eins og við þekkjum með Sigvalda þá leka af honum hæfileikarnir. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (5 mörk - 19:23 mín.) Átti mjög kröftugan leik. Var grimmur, með góð skot, geislaði af sjálfstrausti og fann fínar lausnir fyrir liðið í sóknarleiknum. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (5 mörk - 29:53 mín.) Viggó skilaði sínu í sóknarleiknum og gerði ekki mikið af vitleysum. Varnarleikur hans þarf hins vegar að vera betri og ekki víst að svona leikur sem hann sýndi gegn Grænhöfðaeyjum dugi gegn sterkari andstæðingi. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 31:44 mín.) Var líklega besti varnarmaðurinn í íslenska liðinu ekki síst í sjö á móti sex. Hefur greinilega fest sig í sessi sem fastamaður og einnig gæti hann nýst okkur sóknarlega eins og hann gerði á Evrópumótinu ef hann fær tækifæri til. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (0 stopp - 35:42 mín.) Þéttur varnarlega ekki síst framan af leik. Virðist vanta drápseðli og vilja til að leggja sig hundrað prósent fram. Þurfum á honum að halda ef við ætlum að kveða niður Svíagrýluna á föstudag. Á mikið inni með íslenska landsliðinu. Hákon Daði Styrmisson, vinstra horn - 3 (1 mark - 36:36 mín.) Skilaði einu marki og stal þremur boltum sem var vel gert. Hefur hins vegar ekki fengið mikinn spilatíma og erfitt að átta sig á hver styrkur hans er. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 9:07 mín.) Fékk loksins tækifærið sem menn hafa auglýst eftir. Skilaði góðu marki og er kannski sá leikmaður sem íslenska liðinu vantar tilfinnanlega en virðist ekki fá þá trú og traust sem á þarf að halda til þess að taka næsta skref. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Sóknarleikur íslenska liðsins var heilt yfir frábær. Það virðist hins vegar sem varnarleikurinn sé höfuðverkur. Miðað við andstæðinginn var afskaplega lítið að frétta í vörninni. Auðvitað erfitt að leysa sjö á sex sem tókst hins vegar ágætlega á köflum. Íslenska liðið verður engan veginn dæmt af þessum leik. Stóra prófið er á föstudaginn gegn Svíum. Auðvitað áhyggjuefni fyrir þjálfarann að lykilmenn íslenska liðsins hafi enn ekki náð að blómstra á mótinu. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:35 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Bjarki Már bestur Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveimur mörkum á móti Ungverjum í kvöld, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 22:00 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:05 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu í kvöld, íslenska liðið komst strax í 3-0 í upphafi leiks og lykilmenn fengu dýrmæta hvíld fyrir framhaldið í mótinu. Þetta var leikur á móti óhefðbundnu handboltaliði. Strákunum gekk oftast vel að refsa þeim í sóknarleiknum eins og fjörutíu skoruð mörk sýna en það er erfiðara að hrósa íslenska liðinu fyrir varnarleikinn eða markvörsluna. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Óðinn Þór Ríkharðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann er skemmtileg viðbót við þetta íslenska lið. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (6 varin skot- 28:42 mín.) Náði sér engan veginn á strik í leiknum. Var ekki á deginum sínum eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik. Í raun engin ástæða til að örvænta því á föstudaginn er leikurinn sem við þurfum á honum að halda. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (2 mörk - 25:29 mín.) Byrjaði leikinn svo sem ágætlega ekki síst sóknarlega. Virðist ekki að hafa mikinn áhuga á því að standa vörn og gleymir sér því miður allt of oft. Þetta þarf hann að laga. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 13:07 mín.) Byrjaði leikinn mjög vel. Dældi stoðsendingum og skoraði góð mörk. Varnarlega vantaði mikið upp á hjá honum. Áhyggjuefni er að fyrirliðinn virðist ekki ganga heill til skógar og er ekki í þessu af sama afli og hann hefur verið. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (3 mörk - 20:37 mín.) Hann besta frammistaða á mótinu til þessa. Stýrði sóknarleik íslenska liðsins eins og herforingi. Lék félaga sína uppi, fiskaði víti og skoraði þrjú góð mörk. Glitti í þann Gísla sem við þekkjum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (3/2 mörk - 22:05 mín.) Spilaði í stuttan tíma en sýndi á þeim tíma sem hann lék að hann er algjör lykill að velgengi íslenska liðsins. Yfirsýn hans yfir leikinn er aðdáunarverð. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 4 (5 mörk - 30:00 mín.) Átti frábæran fyrri hálfleik. Gríðarlega fljótur og öruggur í öllum sínum aðgerðum. Nýtir færin sín vel og er fluglæs á leikinn. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 38:25 mín.) Elliði átti ekkert sérstakan dag í varnarleiknum og þurfti ekki að hafa þar mikið fyrir hlutunum. Fjögur mörk yfir hálfan völlinn voru hreint ótrúleg og hafa verið það á mótinu til þessa. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (4 stopp - 19:52 mín.) Leikmaðurinn sem allir eru að bíða eftir. Hann dreif íslenska liðið áfram með dugnaði sínum og krafti á síðasta Evrópumóti en í Svíþjóð hefur hann ekki funduð fjölina sína hverju sem er um að kenna. Hefur útgeislun á vellinum sem smitar frá sér til annarra leikmanna. Við auglýsum eftir henni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (6 varin skot- 29:18 mín.) Náði ekki að klukkan nægilega marga bolta en skoraði tvö góð mörk sem er gulls ígildi. Fljótur að koma boltanum í leik sem er hrikaleg búbót og vopn fyrir íslenska liðið. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (6 mörk - 30:00 mín.) Átti fína spretti í seinni hálfleiknum og skoraði sex mörk úr átta skotum. Varla hægt að biðja um meira í einum hálfleik. Eins og við þekkjum með Sigvalda þá leka af honum hæfileikarnir. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (5 mörk - 19:23 mín.) Átti mjög kröftugan leik. Var grimmur, með góð skot, geislaði af sjálfstrausti og fann fínar lausnir fyrir liðið í sóknarleiknum. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (5 mörk - 29:53 mín.) Viggó skilaði sínu í sóknarleiknum og gerði ekki mikið af vitleysum. Varnarleikur hans þarf hins vegar að vera betri og ekki víst að svona leikur sem hann sýndi gegn Grænhöfðaeyjum dugi gegn sterkari andstæðingi. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 31:44 mín.) Var líklega besti varnarmaðurinn í íslenska liðinu ekki síst í sjö á móti sex. Hefur greinilega fest sig í sessi sem fastamaður og einnig gæti hann nýst okkur sóknarlega eins og hann gerði á Evrópumótinu ef hann fær tækifæri til. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (0 stopp - 35:42 mín.) Þéttur varnarlega ekki síst framan af leik. Virðist vanta drápseðli og vilja til að leggja sig hundrað prósent fram. Þurfum á honum að halda ef við ætlum að kveða niður Svíagrýluna á föstudag. Á mikið inni með íslenska landsliðinu. Hákon Daði Styrmisson, vinstra horn - 3 (1 mark - 36:36 mín.) Skilaði einu marki og stal þremur boltum sem var vel gert. Hefur hins vegar ekki fengið mikinn spilatíma og erfitt að átta sig á hver styrkur hans er. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 9:07 mín.) Fékk loksins tækifærið sem menn hafa auglýst eftir. Skilaði góðu marki og er kannski sá leikmaður sem íslenska liðinu vantar tilfinnanlega en virðist ekki fá þá trú og traust sem á þarf að halda til þess að taka næsta skref. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Sóknarleikur íslenska liðsins var heilt yfir frábær. Það virðist hins vegar sem varnarleikurinn sé höfuðverkur. Miðað við andstæðinginn var afskaplega lítið að frétta í vörninni. Auðvitað erfitt að leysa sjö á sex sem tókst hins vegar ágætlega á köflum. Íslenska liðið verður engan veginn dæmt af þessum leik. Stóra prófið er á föstudaginn gegn Svíum. Auðvitað áhyggjuefni fyrir þjálfarann að lykilmenn íslenska liðsins hafi enn ekki náð að blómstra á mótinu. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:35 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Bjarki Már bestur Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveimur mörkum á móti Ungverjum í kvöld, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 22:00 Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:05 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:35
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Bjarki Már bestur Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveimur mörkum á móti Ungverjum í kvöld, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 22:00
Einkunnir strákanna á móti Portúgal: Björgvin fær sexuna og þrír með fimmu Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 12. janúar 2023 22:05