Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda Eyjólfur Ármannsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN! Allir vita að Ísland framleiðir enga raforku með kolum, olíu eða kjarnorku. Ísland framleiddi 19,1 tWh af grænni raforku 2020; vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Afar mikilvægt er að þekkja uppruna þeirra vara sem við kaupum. Skiptir þá engu hvort varan er fullkomlega skiptanleg eins og raforkan eða ekki. Það væru t.d. fulkomin vörusvik að selja upprunaábyrgð á íslenskum þorski og setja hann á þorsk annars lands. Það sama gildir um raforku frá Íslandi. Græna orkan okkar hættir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upprunaábyrgð. Það er ekki flóknara en það. Ísland er ekki tengt raforkukerfi Evrópu og engin kjarnorku- og kolafram-leidd raforka er til sölu í íslenska dreifikerfinu. Óskhyggja Landsvirkjunar um annað breytir engu um þá staðreynd. Það er grátlegt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okkar er máluð í kolsvörtum mengandi litum. Sala upprunaábyrgða til ESB sýnir á pappírnum að 87% raforku á Íslandi sé framleidd með 57% jarðefnaeldsneytis og 30% kjarnorku. Vægast sagt ömurlegt er að horfa upp á þessa fölsun á raunveruleikanum. Á pappírnum fyrir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 milljónir tonna af koldíoxíði og 20.660 tonn af geislavirkum kjarnorkuúrgangi vegna sölu upprunaábyrgða. Fyrirtæki ESB skreyta sig með hreinni raforku Íslands og kola- og kjarnorkumengunin skrifast á okkur. Sýndarmennska ríkistjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Ríkisstjórnin ætlar sér – sé eitthvað að marka stjórnarsáttmála hennar – að Ísland verði í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Er sú forysta fólgin í því að heimili landsins séu sögð nota raforku framleidda úr kjarnorku og kolum? Í löggjöf ESB eru reglur sem segja til um sönnun á uppruna vöru. Ætlum við að láta bjóða okkur það að heimilin okkar séu stimpluð á alþjóðavísu sem umhverfissóðar sem kaupi raforku framleidda með kjarnorku og kolum nema við greiðum hærra verð fyrir? Við eigum að krefjast upplýsinga um uppruna þeirrar raforku sem okkur er seld. Hvar verður sú raforka til á Íslandi sem framleidd er úr kolum eða með kjarn-orku? Við viljum fá svar við því. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og formaður Orkunnar okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN! Allir vita að Ísland framleiðir enga raforku með kolum, olíu eða kjarnorku. Ísland framleiddi 19,1 tWh af grænni raforku 2020; vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Afar mikilvægt er að þekkja uppruna þeirra vara sem við kaupum. Skiptir þá engu hvort varan er fullkomlega skiptanleg eins og raforkan eða ekki. Það væru t.d. fulkomin vörusvik að selja upprunaábyrgð á íslenskum þorski og setja hann á þorsk annars lands. Það sama gildir um raforku frá Íslandi. Græna orkan okkar hættir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upprunaábyrgð. Það er ekki flóknara en það. Ísland er ekki tengt raforkukerfi Evrópu og engin kjarnorku- og kolafram-leidd raforka er til sölu í íslenska dreifikerfinu. Óskhyggja Landsvirkjunar um annað breytir engu um þá staðreynd. Það er grátlegt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okkar er máluð í kolsvörtum mengandi litum. Sala upprunaábyrgða til ESB sýnir á pappírnum að 87% raforku á Íslandi sé framleidd með 57% jarðefnaeldsneytis og 30% kjarnorku. Vægast sagt ömurlegt er að horfa upp á þessa fölsun á raunveruleikanum. Á pappírnum fyrir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 milljónir tonna af koldíoxíði og 20.660 tonn af geislavirkum kjarnorkuúrgangi vegna sölu upprunaábyrgða. Fyrirtæki ESB skreyta sig með hreinni raforku Íslands og kola- og kjarnorkumengunin skrifast á okkur. Sýndarmennska ríkistjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Ríkisstjórnin ætlar sér – sé eitthvað að marka stjórnarsáttmála hennar – að Ísland verði í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Er sú forysta fólgin í því að heimili landsins séu sögð nota raforku framleidda úr kjarnorku og kolum? Í löggjöf ESB eru reglur sem segja til um sönnun á uppruna vöru. Ætlum við að láta bjóða okkur það að heimilin okkar séu stimpluð á alþjóðavísu sem umhverfissóðar sem kaupi raforku framleidda með kjarnorku og kolum nema við greiðum hærra verð fyrir? Við eigum að krefjast upplýsinga um uppruna þeirrar raforku sem okkur er seld. Hvar verður sú raforka til á Íslandi sem framleidd er úr kolum eða með kjarn-orku? Við viljum fá svar við því. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og formaður Orkunnar okkar.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun