Handbolti

Íslendingar hafa skorað langoftast í tómt mark á þessu HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar einu af fjórum mörkum sínum yfir allan völlinn.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar einu af fjórum mörkum sínum yfir allan völlinn. Vísir/Vilhelm

Íslenska handboltalandsliðið er í sérflokki á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því að skora í tómt mark andstæðinganna.

Opinber tölfræðiskráning mótsins heldur um slíka tölfræði á þessu móti og þar sjást þessir yfirburðir svart á hvítu.

Íslenska liðið hefur fengið skráð fimmtán mörk í tómt mark á mótinu sem er sex mörkum meira en næsta lið sem er Spánn.

Það þarf því næstum því að helminga markafjölda íslenska liðsins í slíkum mörkum til að fara niður í þriðja sætið þar sem Slóvenía og Svíþjóð eru með sjö mörk hvor.

Elliði Snær Viðarsson hefur farið á kostum í bjúgskotum sínum frá miðlínunni og hann skoraði fjögur slík mörk í gær.

Í raun eru aðeins fimm þjóðir búnar að skora fleiri mörk í tómt mark heldur en Vestmanneyingurinn Elliði Snær.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræði yfir mörk í tómt mark til þessa á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi.

  • Flest mörk í tómt mark á HM 2023:
  • (Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins)
  • 15 mörk - Ísland
  • 9 mörk - Spánn
  • 7 mörk - Slóvenía
  • 7 mörk - Svíþjóð
  • 6 mörk - Suður-Kórea
  • 6 mörk - Frakkland
  • 5 mörk - Brasilía
  • 5 mörk - Danmörk
  • 5 mökr - Holland
  • 5 mörk - Úrúgvæ
  • -

    Flest mörk íslensku leikmannanna í tómt mark á HM 2023
  • (Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins)
  • 5 mörk - Elliði Snær Viðarsson
  • 4 mörk - Björgvin Páll Gústavsson
  • 3 mörk - Sigvaldi Guðjónsson
  • 2 mörk - Óðinn Þór Ríkharðsson
  • 1 mark - Bjarki Már Elísson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×