Handbolti

Úlnliður Elliða snýr öfugt þegar hann skýtur miðjuskotunum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson skorar hér eitt af mörkum sínum frá miðju.
Elliði Snær Viðarsson skorar hér eitt af mörkum sínum frá miðju. HSÍ

Íslenski landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í handbolta og ekki bara fyrir baráttu, kraft og dugnað.

Miðjuskot Elliða eru nefnilega að gera andstæðingum Íslands lífið leitt á mótinu. Eyjamaðurinn skoraði fjögur mörk með bjúgskotum sínum frá miðju á móti Grænhöfðaeyjum í gær.

Kristján Orri Jóhannsson, hjá Handknattleikssambandi Íslands, var með myndavélina á lofti og náði mynd af þessu mjög svo sérstaka skoti Elliða.

Elliði Snær birti síðan sjálfur myndaröð Kristjáns Orra af þessu undraskoti sínu á samfélagsmiðlum sínum.

Eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan þá snýr úlnliður Elliða öfugt þegar hann skýtur þessum ótrúlegu miðjuskotunum sínum.


Tengdar fréttir

Twitter yfir sigri kvöldsins: „Elliði er snillingur“

Ísland vann tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 40-30 Íslandi í vil. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, rúllaði vel á liði sínu í dag og fengu allir leikmenn liðsins mínútur. Það má þó segja að leikmenn Grænhöfðaeyja hafi stolið senunni á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×