Handbolti

Myndasyrpa: Guðmundur hélt langa ræðu fyrir æfinguna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur hélt langa ræðu fyrir leikinn.
Guðmundur hélt langa ræðu fyrir leikinn. Vísir/vilhelm

Strákarnir okkar mættu á æfingu í Scandinavium höllina í dag og var það síðasta æfingin hjá liðinu fyrir leik tvö í milliriðlinum.

Leikurinn gegn Svíum og hann þarf að vinnast til að eiga möguleika á því að komast í 8-liða úrslita.

Guðmundur Guðmundsson hélt sína lengstu ræðu hingað til fyrir æfinguna en þjálfarinn ávarpar alltaf hópinn fyrir upphitun.

Menn virkuðu einbeittir á æfingunni en alltaf stutt í smá sprell. Vilhelm Gunnarsson tók myndir á æfingunni eins og sjá má hér að neðan.

Landsliðsmenn að bíða eftir því að komast í viðtöl. Vísir/vilhelm
Alltaf mikilvægt að byrja á góðum teygjum. Vísir/vilhelm
Tveir örvhentir og góðir. Donni og Óðinn. Vísir/vilhelm
Björgvin Páll er aðeins meiddur í baki en tók þátt á æfingunni. Vísir/vilhelm
Hér ver Björgvin skot frá Viggó Kristjánssyni.Vísir/vilhelm
Gummi ræðir hér við Bjarka Má Elísson.Vísir/vilhelm
Viktor Gísli gæti þurft að standa í rammanum annað kvöld þar sem Björgvin er að glíma við smá meiðsli. Vísir/vilhelm
Vísir/vilhelm
Það er alltaf mikið að gera hjá leikmönnum og þjálfurum í viðtölum á stórmótum. Íslenskir og erlendir miðlar við ræða við þá. Vísir/vilhelm
Janus og Aron einbeittir. Vísir/vilhelm
Elvar Örn Jónsson er kominn aftur í hópinn eftir veikindi. Vísir/vilhelm
Vísir/vilhelm
Gamla góða vippukeppnin. Vísir/vilhelm
Línumennirnir í upphitun. Vísir/vilhelm
Vísir/vilhelm
Ágúst Elí er kominn inn í hópinn. Vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×