Pedri hetja Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 19:30 Pedri fagnar sigurmarki sínu. Alex Caparros/Getty Images Pedri sá til þess að forysta Barcelona á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, er orðin sex stig. Topplið Barcelona fékk Getafe í heimsókn og fór það svo að Börsungar unnu 1-0 sigur. Raphinha gaf boltann á Pedri þegar tíu mínútur voru til fyrri hálfleiks. Hinn ungi Pedri skilaði boltanum í netið og sá til þess að heimaliðið var 1-0 yfir í hálfleik. Þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þá reyndist það sigurmark leiksins. Barcelona er nú með 44 stig að loknum 17 leikjum en Real Madríd getur minnkað forystuna takist liðinu að sigra Athletic Bilbao í kvöld. Spænski boltinn Fótbolti
Pedri sá til þess að forysta Barcelona á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, er orðin sex stig. Topplið Barcelona fékk Getafe í heimsókn og fór það svo að Börsungar unnu 1-0 sigur. Raphinha gaf boltann á Pedri þegar tíu mínútur voru til fyrri hálfleiks. Hinn ungi Pedri skilaði boltanum í netið og sá til þess að heimaliðið var 1-0 yfir í hálfleik. Þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þá reyndist það sigurmark leiksins. Barcelona er nú með 44 stig að loknum 17 leikjum en Real Madríd getur minnkað forystuna takist liðinu að sigra Athletic Bilbao í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti