Kolefnisbókhald íslenskra fyrirtækja í ólestri Jean-Rémi Chareyre skrifar 20. janúar 2023 12:31 Greining á sjálfbærnisskýrslum stærstu fyrirtækja og stofnanna á Íslandi sýnir að kolefnisbókhald margra þeirra er í ólestri og grænþvottur allsráðandi. Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR framkvæmdi óformlega úttekt á sjálfbærnisskýrslum 79 einkafyrirtækja og 9 opinberra fyrirtækja. Úttektin fólst í því að athuga hvort fyrirtækin væru að telja fram alla losun úr virðiskeðjunni eða aðeins hluta af henni. Eftir mikla vinnu við að rýna í skýrslurnar tók Sigurpáll niðurstöðurnar saman í Excel-skjali og sagði frá helstu niðurstöðum í erindi sem hann hélt á loftslagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurborgar. Sigurpáll á loftlagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurrborgar.Sigurjón Ragnar Samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri aðferð við kolefnisbókhald fyrirtækja (Greenhouse Gas Protocol) þurfa fyrirtæki að mæla losun á þremur mismunandi sviðum sem kallast á sérfræðingamáli umfang 1, 2 og 3. Umfang 1 er sú losun sem verður til vegna eigin starfsemi fyrirtækisins, til dæmis losun frá bílum í eigu fyrirtækisins eða frá framleiðslunni sjálfri. Umfang 2 er óbein losun vegna rafmagnsnotkunar og húshitunar (losun sem verður til við að framleiða orkuna sem fyrirtækið kaupir) og umfang 3 er losun sem á sér stað utan fyrirtækisins sjálfs en innan virðiskeðju þess, til dæmis losun vegna vöruflutninga til og frá fyrirtækinu og losun vegna framleiðslu vöru og þjónustu sem fyrirtækið kaupir eða selur. Umfang 1, 2 og 3 (mynd tekin af vefsíðu Orku Náttúrunnar) Enginn hlekkur laus nema öll keðjan sé laus Hugmyndin með þessari bókhaldsaðferð er að gefa bæði fyrirtækjum og almenningi góða mynd af því að hve miklu leyti starfsemi fyrirtækisins er háð jarðefnaeldsneyti eða öðrum losunarvöldum. Þar sem öll fyrirtæki eru hluti að stærri virðiskeðju er ekki nóg að horfa á beina losun fyrirtækisins: ef keðjan í heild sinni gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eru allir hlekkir í henni hluti af vandamálinu þótt sumir líti út fyrir að vera hreinni en aðrir. Kolefnishlutleysi er hópíþrótt. Annað hvort tapa allir eða allir vinna. Það getur enginn einn úr liðinu unnið leikinn á meðan hinir tapa, og ef einstakir leikmenn eru of uppteknir af eigin frammistöðu dregur það úr styrk liðsins. Hlutverk kolefnisbókhaldsins er einmitt að skapa slíkan liðsanda, að skapa hvata fyrir fyrirtæki til að þrýsta á hvort annað og finna allar lausnir sem leiða til samdráttar í losun hvar sem er í virðiskeðjunni. Hver skorar mörkin er síðan aukaatriði. Gott dæmi um slíkt er starfsemi ÁTVR þar sem Sigurpáll starfar: kolefnisbókhaldið leiddi í ljós að 99% af kolefnisspori fyrirtækissins er í umfangi 3, en ein áhrifaríkasta aðgerð til að draga úr losun reyndist vera sú að draga úr notkun á glerumbúðum, þar sem glerframleiðsla er orkufrekur iðnaður og veldur mikla losun koltvísýrings, auk þess sem glerumbúðir eru þungar og leiða þannig til hærra kolefnisspors í flutningi. Hefði ÁTVR ekki talið fram losun í umfangi 3 hefði slík aðgerð ekki skilað neinu í bókhaldi fyrirtækisins (þar sem glerframleiðslan og millilandaflutningur eru ekki á vegum ÁTVR) og hvatinn til að skipta út gler fyrir aðrar umbúðir eða draga úr notkun glers með öðrum hætti hefði ekki verið til staðar. Fyrirtækið hefði talið sig vera „stikkfrít“ þar sem bein losun vegna starfsemi þess er lítil sem engin. Kolefnishlutlaus bensínstöð? Til að átta sig á þessu er ágæt að skoða dæmi bensínstöðvarinnar: ef bensínstöð telur aðeins fram beina losun vegna eigin eldsneytisnotkunar (umfang 1) verður kolefnisspor hennar frekar lítið. Með minniháttar aðgerðum getur hún meira að segja lýst yfir „kolefnishlutleysi,‟ til dæmis með því að útvista olíuflutning með vörubílum til þriðja aðila (ef olíubíllinn er ekki lengur í eigu fyrirtækisins þá skrifast losun hans á nýja eiganda bílsins). Losunin sem verður til við brennslu eldsneytissins sem bensínstöðin selur fellur hins vegar undir „óbeina losun‟ í umfangi 3 þar sem það er annar hlekkur í virðiskeðjunni (í þessu tilfelli viðskiptavinurinn) sem brennur eldsneytið. Ef bensínstöðin sleppur því að telja fram losun í umfangi 3 lítur kolefnisbókhald hennar ágætlega út jafnvel þótt starfsemi hennar sé algjörlega háð brennslu jarðefnaeldsneytis. Ef losun í umfangi 3 er hins vegar talin með eins og Greenhouse Gas Protocol gerir ráð fyrir þarf bensínstöðin að telja fram alla losun sem verður til við brennslu eldsneytisins sem hún selur. Það segir sig sjálft að bókhaldið mun þá líta allt öðruvísi út. Samkvæmt athugun Sigurpáls er algengast að íslensk fyrirtæki telji fram losun frá umfangi 1 og 2 en handvelji svo einhverja þætti úr umfangi 3, helst þá minnstu (GHG protocol telur upp 15 mismunandi losunarþætti í umfangi 3 í leiðbeiningum sínum). Það veldur því að kolefnisspor þeirra er stórlega vanmetið. Brot úr úttekt Sigurpáls á kolefnisbókhaldi íslenskra fyrirtækja. Rauðar tölur tákna að hlutfall losunar í umfangi 3 sé langt undir eðlilegum viðmiðum. Losun í umfangi 3 langt undir viðmiðum Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum er algengt að losun í umfangi 3 samsvari um það bil 88% af heildarkolefnisspori fyrirtækja (oftast á bilinu 65% til í 95%). Athugun Sigurpáls leiðir hins vegar í ljós að flest íslensk fyrirtæki skrá losun í umfangi 3 sem er vel undir þessum viðmiðum. Sum þeirra sleppa því jafnvel alfarið að telja fram losun í umfangi 3, meðal annars álfyrirtækin Alcoa, Isal og Norðurál, ásamt flugfélaginu Icelandair og skipafélaginu Eimskip. Önnur fyrirtæki telja fram einhverja losun í umfangi 3 en vanmeta hana stórlega, svo sem Hagar, Krónan, Elko, Húsasmiðjan, Sýn og fleiri. Vert er þó að nefna að sum önnur fyrirtæki standa sig nokkuð vel í kolefnisbókhaldi og eru búin að kortleggja stærstan hluta af kolefnisspori sínu, svo sem Ölgerðin, Marel, Isavia, og ÁTVR. Sigurpáll tekur líka fram að grænþvotturinn er ekki alltaf meðvitaður hjá fyrirtækjunum: oft vantar betri þekking og aðgangur að leiðbeiningum og ráðgjöfum skortir. Þrátt fyrir það að vera með hvað mesta losun af öllum fyrirtækjum á Íslandi eru álframleiðendur sérstaklega treg til að telja fram losun í umfangi 3. Það er vitað að töluverð losun verður til í virðiskeðju álframleiðslunnar, til dæmis við vinnslu báxíts (hráefnið sem ál er unnið úr) og við flutning hráefnis og lokaafurða heimshorna á milli. Álfyrirtækin gera enga grein fyrir þeirri losun en hika þó ekki við að auglýsa sína vöru sem „hreint ál‟ og stæra sig að því að hafa unnið til „umhverfisverðlauna“: Auglýsing Norðuráls í íslensku dagblaði. Desember 2022. Losaralegt lagaumhverfi gefur grænþvottinn lausan tauminn Vanmat á eigin kolefnisspori er ein algengasta tegund grænþvotts, og fjölmörg íslensk fyrirtæki nota hana óspart. Það segir sig sjálft að bókhaldsaðferð sem gerir bensínstöð kleift að auglýsa sig sem „kolefnishlutlausa‟ er stórgölluð. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að fyrirtæki séu að telja rétt fram. Þegar kemur að skattkerfinu búa fyrirtæki við nokkuð strangar reglur um hvernig skuli reikna skattstofna. Fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra sem víkja frá þessum reglum geta átt von á hörðum refsingum. Þegar kemur að kolefnisbókhaldi ríkir hins vegar algjör frumskógur vegna þess að refsiákvæðin eru engin. Fyrirtæki ráða því sjálf hvernig þau telja fram eigið kolefnisspor. Slíkt lagaumhverfi býður upp á þann grænþvott sem grasserar í atvinnulífinu. Ef fyrirtæki fengju að ráða því sjálf hvernig þau teldu fram til skatts yrði ríkissjóður því miður alltaf tómur þrátt fyrir fögur orð um samfélagslega ábyrgð. Það hefur því miður ekki verið vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að grípa í taumana, en tregða til að setja fyrirtækjum skorður er einmitt ein algengasta tegund afneitunar hjá valdhöfum (sjá kafla 7 í grein minni umafneitunarboðorðin 12). Þetta gæti þó breyst því Evrópusambandið hefur samþykkt nýja tilskipun sem er einmitt ætluð til að koma í veg fyrir ofangreindum bókhaldsbrellum, en samkvæmtCSRD-tilskipuninni (Corporate Sustainability Reporting Directive) munu öll fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn þurfa að gera grein fyrir losun á öllum þremur sviðum (umfang 1,2 og 3) og refsiákvæði munu fylgja þessum nýjum reglum. Það má hins vegar spyrja sig hvers vegna stjórnvöld sem stæra sig alltaf af „miklum metnaði‟ í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum eru ekki löngu búin að fara í slíkar lagabreytingar… Höfundur er nemi í frétta- og blaðamennsku við HI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Greining á sjálfbærnisskýrslum stærstu fyrirtækja og stofnanna á Íslandi sýnir að kolefnisbókhald margra þeirra er í ólestri og grænþvottur allsráðandi. Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR framkvæmdi óformlega úttekt á sjálfbærnisskýrslum 79 einkafyrirtækja og 9 opinberra fyrirtækja. Úttektin fólst í því að athuga hvort fyrirtækin væru að telja fram alla losun úr virðiskeðjunni eða aðeins hluta af henni. Eftir mikla vinnu við að rýna í skýrslurnar tók Sigurpáll niðurstöðurnar saman í Excel-skjali og sagði frá helstu niðurstöðum í erindi sem hann hélt á loftslagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurborgar. Sigurpáll á loftlagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurrborgar.Sigurjón Ragnar Samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri aðferð við kolefnisbókhald fyrirtækja (Greenhouse Gas Protocol) þurfa fyrirtæki að mæla losun á þremur mismunandi sviðum sem kallast á sérfræðingamáli umfang 1, 2 og 3. Umfang 1 er sú losun sem verður til vegna eigin starfsemi fyrirtækisins, til dæmis losun frá bílum í eigu fyrirtækisins eða frá framleiðslunni sjálfri. Umfang 2 er óbein losun vegna rafmagnsnotkunar og húshitunar (losun sem verður til við að framleiða orkuna sem fyrirtækið kaupir) og umfang 3 er losun sem á sér stað utan fyrirtækisins sjálfs en innan virðiskeðju þess, til dæmis losun vegna vöruflutninga til og frá fyrirtækinu og losun vegna framleiðslu vöru og þjónustu sem fyrirtækið kaupir eða selur. Umfang 1, 2 og 3 (mynd tekin af vefsíðu Orku Náttúrunnar) Enginn hlekkur laus nema öll keðjan sé laus Hugmyndin með þessari bókhaldsaðferð er að gefa bæði fyrirtækjum og almenningi góða mynd af því að hve miklu leyti starfsemi fyrirtækisins er háð jarðefnaeldsneyti eða öðrum losunarvöldum. Þar sem öll fyrirtæki eru hluti að stærri virðiskeðju er ekki nóg að horfa á beina losun fyrirtækisins: ef keðjan í heild sinni gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eru allir hlekkir í henni hluti af vandamálinu þótt sumir líti út fyrir að vera hreinni en aðrir. Kolefnishlutleysi er hópíþrótt. Annað hvort tapa allir eða allir vinna. Það getur enginn einn úr liðinu unnið leikinn á meðan hinir tapa, og ef einstakir leikmenn eru of uppteknir af eigin frammistöðu dregur það úr styrk liðsins. Hlutverk kolefnisbókhaldsins er einmitt að skapa slíkan liðsanda, að skapa hvata fyrir fyrirtæki til að þrýsta á hvort annað og finna allar lausnir sem leiða til samdráttar í losun hvar sem er í virðiskeðjunni. Hver skorar mörkin er síðan aukaatriði. Gott dæmi um slíkt er starfsemi ÁTVR þar sem Sigurpáll starfar: kolefnisbókhaldið leiddi í ljós að 99% af kolefnisspori fyrirtækissins er í umfangi 3, en ein áhrifaríkasta aðgerð til að draga úr losun reyndist vera sú að draga úr notkun á glerumbúðum, þar sem glerframleiðsla er orkufrekur iðnaður og veldur mikla losun koltvísýrings, auk þess sem glerumbúðir eru þungar og leiða þannig til hærra kolefnisspors í flutningi. Hefði ÁTVR ekki talið fram losun í umfangi 3 hefði slík aðgerð ekki skilað neinu í bókhaldi fyrirtækisins (þar sem glerframleiðslan og millilandaflutningur eru ekki á vegum ÁTVR) og hvatinn til að skipta út gler fyrir aðrar umbúðir eða draga úr notkun glers með öðrum hætti hefði ekki verið til staðar. Fyrirtækið hefði talið sig vera „stikkfrít“ þar sem bein losun vegna starfsemi þess er lítil sem engin. Kolefnishlutlaus bensínstöð? Til að átta sig á þessu er ágæt að skoða dæmi bensínstöðvarinnar: ef bensínstöð telur aðeins fram beina losun vegna eigin eldsneytisnotkunar (umfang 1) verður kolefnisspor hennar frekar lítið. Með minniháttar aðgerðum getur hún meira að segja lýst yfir „kolefnishlutleysi,‟ til dæmis með því að útvista olíuflutning með vörubílum til þriðja aðila (ef olíubíllinn er ekki lengur í eigu fyrirtækisins þá skrifast losun hans á nýja eiganda bílsins). Losunin sem verður til við brennslu eldsneytissins sem bensínstöðin selur fellur hins vegar undir „óbeina losun‟ í umfangi 3 þar sem það er annar hlekkur í virðiskeðjunni (í þessu tilfelli viðskiptavinurinn) sem brennur eldsneytið. Ef bensínstöðin sleppur því að telja fram losun í umfangi 3 lítur kolefnisbókhald hennar ágætlega út jafnvel þótt starfsemi hennar sé algjörlega háð brennslu jarðefnaeldsneytis. Ef losun í umfangi 3 er hins vegar talin með eins og Greenhouse Gas Protocol gerir ráð fyrir þarf bensínstöðin að telja fram alla losun sem verður til við brennslu eldsneytisins sem hún selur. Það segir sig sjálft að bókhaldið mun þá líta allt öðruvísi út. Samkvæmt athugun Sigurpáls er algengast að íslensk fyrirtæki telji fram losun frá umfangi 1 og 2 en handvelji svo einhverja þætti úr umfangi 3, helst þá minnstu (GHG protocol telur upp 15 mismunandi losunarþætti í umfangi 3 í leiðbeiningum sínum). Það veldur því að kolefnisspor þeirra er stórlega vanmetið. Brot úr úttekt Sigurpáls á kolefnisbókhaldi íslenskra fyrirtækja. Rauðar tölur tákna að hlutfall losunar í umfangi 3 sé langt undir eðlilegum viðmiðum. Losun í umfangi 3 langt undir viðmiðum Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum er algengt að losun í umfangi 3 samsvari um það bil 88% af heildarkolefnisspori fyrirtækja (oftast á bilinu 65% til í 95%). Athugun Sigurpáls leiðir hins vegar í ljós að flest íslensk fyrirtæki skrá losun í umfangi 3 sem er vel undir þessum viðmiðum. Sum þeirra sleppa því jafnvel alfarið að telja fram losun í umfangi 3, meðal annars álfyrirtækin Alcoa, Isal og Norðurál, ásamt flugfélaginu Icelandair og skipafélaginu Eimskip. Önnur fyrirtæki telja fram einhverja losun í umfangi 3 en vanmeta hana stórlega, svo sem Hagar, Krónan, Elko, Húsasmiðjan, Sýn og fleiri. Vert er þó að nefna að sum önnur fyrirtæki standa sig nokkuð vel í kolefnisbókhaldi og eru búin að kortleggja stærstan hluta af kolefnisspori sínu, svo sem Ölgerðin, Marel, Isavia, og ÁTVR. Sigurpáll tekur líka fram að grænþvotturinn er ekki alltaf meðvitaður hjá fyrirtækjunum: oft vantar betri þekking og aðgangur að leiðbeiningum og ráðgjöfum skortir. Þrátt fyrir það að vera með hvað mesta losun af öllum fyrirtækjum á Íslandi eru álframleiðendur sérstaklega treg til að telja fram losun í umfangi 3. Það er vitað að töluverð losun verður til í virðiskeðju álframleiðslunnar, til dæmis við vinnslu báxíts (hráefnið sem ál er unnið úr) og við flutning hráefnis og lokaafurða heimshorna á milli. Álfyrirtækin gera enga grein fyrir þeirri losun en hika þó ekki við að auglýsa sína vöru sem „hreint ál‟ og stæra sig að því að hafa unnið til „umhverfisverðlauna“: Auglýsing Norðuráls í íslensku dagblaði. Desember 2022. Losaralegt lagaumhverfi gefur grænþvottinn lausan tauminn Vanmat á eigin kolefnisspori er ein algengasta tegund grænþvotts, og fjölmörg íslensk fyrirtæki nota hana óspart. Það segir sig sjálft að bókhaldsaðferð sem gerir bensínstöð kleift að auglýsa sig sem „kolefnishlutlausa‟ er stórgölluð. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að fyrirtæki séu að telja rétt fram. Þegar kemur að skattkerfinu búa fyrirtæki við nokkuð strangar reglur um hvernig skuli reikna skattstofna. Fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra sem víkja frá þessum reglum geta átt von á hörðum refsingum. Þegar kemur að kolefnisbókhaldi ríkir hins vegar algjör frumskógur vegna þess að refsiákvæðin eru engin. Fyrirtæki ráða því sjálf hvernig þau telja fram eigið kolefnisspor. Slíkt lagaumhverfi býður upp á þann grænþvott sem grasserar í atvinnulífinu. Ef fyrirtæki fengju að ráða því sjálf hvernig þau teldu fram til skatts yrði ríkissjóður því miður alltaf tómur þrátt fyrir fögur orð um samfélagslega ábyrgð. Það hefur því miður ekki verið vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að grípa í taumana, en tregða til að setja fyrirtækjum skorður er einmitt ein algengasta tegund afneitunar hjá valdhöfum (sjá kafla 7 í grein minni umafneitunarboðorðin 12). Þetta gæti þó breyst því Evrópusambandið hefur samþykkt nýja tilskipun sem er einmitt ætluð til að koma í veg fyrir ofangreindum bókhaldsbrellum, en samkvæmtCSRD-tilskipuninni (Corporate Sustainability Reporting Directive) munu öll fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn þurfa að gera grein fyrir losun á öllum þremur sviðum (umfang 1,2 og 3) og refsiákvæði munu fylgja þessum nýjum reglum. Það má hins vegar spyrja sig hvers vegna stjórnvöld sem stæra sig alltaf af „miklum metnaði‟ í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum eru ekki löngu búin að fara í slíkar lagabreytingar… Höfundur er nemi í frétta- og blaðamennsku við HI.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun