Aron tognaði í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum og náði sér ekki í tæka tíð fyrir leikinn gegn Svíþjóð.
Elvar Örn Jónsson er búinn að hrista af sér flensu og kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Aron. Elvar missti af leikjunum gegn Suður-Kóreu og Grænhöfðaeyjum.
Aron skoraði níu mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á heimsmeistaramótinu.