Sport

„Vonbrigði að komast ekki lengra en þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson lék töluvert gegn Svíum.
Kristján Örn Kristjánsson lék töluvert gegn Svíum. Vísir/vilhelm

„Það var bara mjög gaman að koma inn í liðið og gott að fá sénsinn og traustið og mér fannst ég standa mig ágætlega,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður landsliðsins í handbolta, í viðtali við Vísi og Stöð 2 á hóteli landsliðsins í Gautaborg í gær.

 Liðið tapaði fyrir Svíum á föstudagskvöldið á HM og er svo gott sem úr leik á mótinu.

„En það er samt mikið svekkelsi í hópnum og við erum aðallega að hugsa út í þetta korter á móti Ungverjunum sem fer alveg með þetta. Ef við hefðum unnið þann leik hefði þetta farið allt öðruvísi en það þýðir ekkert að liggja yfir því núna. Núna þurfum við bara að bíða eftir og sjá hvernig morgundagurinn fer og við reynum að vinna okkar leik og við sjáum bara til hvað gerist eftir það.“

Hann segir að það sé enn smá von.

„Við gefumst ekkert upp þó að líkurnar séu litlar. Við erum vonandi að fara spila fyrir níunda sætinu á morgun. Ef þetta spilast ekki fyrir okkur þá mætti segja að mótið sé vonbrigði miðað við væntingar þjóðarinnar og okkar. Við erum heimsklassaþjóð og með frábæra leikmenn. Við erum með fullt af leikmönnum í Meistaradeildinni og í Evrópudeildinni og því myndi ég segja að það væri vonbrigði að komast ekki lengra en þetta.“

Klippa: Vonbrigði að komast ekki lengra en þetta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×