Handbolti

Þýska­land í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Knorr klikkar seint.
Knorr klikkar seint. Jan Woitas/Getty Images

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta eru komnir í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Danmörk er hársbreidd frá sæti í 8-liða úrslitum en Danir unnu þægilegan sigur á Bandaríkjunum í kvöld.

Þýska liðið lenti ekki í teljandi vandræðum með Holland í kvöld. Lærisveinar Alfreðs leiddu með fjórum mörkum í hálfleik og unnu á endanum sannfærandi sjö marka sigur, lokatölur 33-26 Þýskalandi í vil. Juri Knorr heldur áfram að fara mikinn í liði Þýskalands en hann skoraði níu mörk í leik kvöldsins.

Þýskaland og Noregur eru bæði komin í 8-liða úrslit en þau mætast í síðasta leik milliriðils þrjú á mánudaginn kemur.

Danmörk vann öruggan níu marka sigur á Bandaríkjunum eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-24 Dönum í vil sem láta sig enn dreyma um sæti í 8-liða úrslitum. Danir sitja í 2. sæti milliriðils fjögur með sjö stig en þurfa enn að ná í úrslit gegn Egyptalandi í lokaleik milliriðilsins gegn Egyptalandi sem er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×