Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2023 05:51 Frá Heimaey á fjórða degi eldgossins árið 1973, fyrir hálfri öld. Mynd/Ingvar Friðleifsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar: Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Hörfa frá Kúrsk Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar:
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Hörfa frá Kúrsk Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira