Þetta er það sem þarf að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 12:28 Það þarf ansi margt að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit heimameistaramótsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Eftir tap íslenska karlalandsliðsins gegn Svíum síðastliðinn föstudag er draumur liðsins um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins nánast úr sögunni. Þó er enn vonarglæta og hér fyrir neðan verður farið yfir það sem þarf að ganga upp svo liðið komist áfram. Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira