Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var um borð í varðskipinu Freyju, er skipinu var siglt til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana.
Nauðsynlegt reyndist að skera á veiðarfæri skipsins úti fyrir Straumnesi í morgun og hefja drátt þegar í stað því hafís var komin nálægt togaranum og varðskipinu Freyju.
Freyja heldur nú norður fyrir land og ráðgert er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fari frá borði á morgun.