Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir 22. janúar 2023 19:32 Gísli Þorgeir Kristjánsson tók af skarið undir lokin og endaði leikinn með fimm mörk úr aðeins sex skotum og níu stoðsendingar. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið fékk á sig 22 mörk á aðeins þrjátíu mínútum, tók íslenska liðinu að tryggja sér sigur með 18-10 endakafla sem vissulega bjargaði andlitinu fyrir íslensku strákana í kvöld. Varnarleikurinn var lengst af vandræðalega lélegur en sóknin gekk reyndar mun betur allan tímann. Þegar á reyndi í lokin þá misstu Brassarnir mikilvægan leikmann meiddan af velli og það hjálpaði mikið til við að snúa við leiknum undir lokin þegar brasilíska sóknin var hálfráðalaus. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson var bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að okkar mati. Gísli tók af skarið undir lokin og stjórnaði sókninni allan tímann en Kristján Örn slapp úr felum og sýndi með átta mörkum hvað hann getur komið með að borðinu. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Brasilíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (7 varin skot- 43:51 mín.) Kom inn í leikinn á erfiðum tíma og þurfti að standa sig. Fann lítinn takt til að byrja með en náði að snúa blaðinu við í síðari hálfleik og verja mikilvæga bolta sem fleytti íslenska liðinu yfir erfiðan hjalla í leiknum. Heilt yfir náði Viktor Gísli ekki að sýna sitt rétt andlit á mótinu. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9/3 mörk - 58:41 mín.) Skilaði sínum mörkum eins og í öllum öðrum leikjum mótsins. Virtist bugaður í upphafi leiks og vonsvikinn en náði að hrista það af sér. Þarf hins vegar að standa sig betur varnarlega en á köflum var varnarframmistaða hans á mótinu ekki nægjanlega góð. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 4 (5 mörk - 41:17 mín.) Fann engan takt í byrjun leiks og var ekki góður í fyrri hálfleik. Mætti eins og allt annar maður til leiks í síðari hálfleik og ekki síst í vörninni. Stal tveimur boltum sem skiluðu marki og það kveikti í íslenska liðinu. Var öflugur í sókn í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (5 mörk - 29:44 mín.) Virtist bugaður í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik mætti hann til leiks svo um munaði. Stjórnaði íslenska liðinu eins og herforingi, átti níu stoðsendingar og skoraði fimm mörk, flest á úrslitastund. Ekki hægt að biðja um meira. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 5 (8 mörk - 34:41 mín.) Maður sem var í felum framan af móti hefur slegið í gegn í síðustu leikjum. Hann sýndi það í leiknum að þarna fer maður sem á eftir að nýtast íslenska landsliðinu á næstu árum. Frábær skytta og hefur greinilega þroskast sem leikmaður í Frakklandi. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 2 (1 mark - 30:00 mín.) Var afar mistækur og ólíkur sjálfum sér. Leikmaður sem hefur hins vegar sýnt í þeim leikjum á mótinu sem hann hefur fengið tækifæri að hann er framtíðarmaður í þessari stöðu. Vonandi munum við sjá meira af honum á næstu árum í enn betra formi. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (2 mörk - 31:03 mín.) Fann engan takt í varnarleiknum í þessum leik og var í bullandi vandræðum í hjarta varnarinnar. Vörnin fann engar lausnir í fyrri hálfleik. Skoraði tvö góð mörk en leikmaður sem þarf að gera betur en hann sýndi í þessum leik. Hefur aftur á móti átt fína spretti á þessu móti þó hann hafi aðeins gefið eftir undir lokin. Ýmir Örn Gíslason, lína - 2 (3 stopp - 31:42 mín.) Líkt og aðrir varnarmenn íslenska liðsins þá átti Ýmir afleitan fyrri hálfleik. Spurning hvort við hann einan sé að sakast. Auðvitað leggur þjálfarinn upp leikinn varnarlega. Það er hins vegar ekki að sjá að leikmenn hafi náð að meðtaka það sama hvað hver segir. Ýmir er jú besti varnarmaður íslenska liðsins en hann hefur ekki náð að sýna það á þessu heimsmeistaramóti. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (2 stopp - 36:04 mín.) Átti góða kafla í vörninni ekki síst í síðari hálfleik. Var fjarverandi í þeim fyrri eins og allt íslenska liðið. Frammistaða hans heilt yfir eru hins vegar vonbrigði. Það vita allir hvað Elvar stendur fyrir, hæfileikarnir óþrjótandi en þeir ná ekki að skína í gegn. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (6 mörk - 29:29 mín.) Sýndi okkur í síðari hálfleik hversu hann er megnugur. Lék þar sinn besta leik á heimsmeistaramótinu. Sigvaldi er einn af þeim leikmönnum á heimsmeistaramótinu sem ekki hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans. Um hæfileikana þarf ekki að ræða, þeir sjást langar leiðir. Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (2 varin skot- 11:27 mín.) Fann engan takt í markinu. Kannski ekki við hann að sakast því öll mörkin komu úr opnum færum og inn á sjö metrum. Varnarlína Íslands var lítil hjálp fyrir markvörðinn reynslumikla sem sýndi hins vegar gegn Portúgal og Ungverjalandi að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (1 mark - 30:30 mín.) Líklega hans besti leikur á mótinu, bæði í vörn og sókn. Leikmaður sem fær ekki oft mikið hrós en hann leggur sig hundrað prósent fram í hverjum einasta leik og það væri gaman að sjá að honum yrði alfarið gefið traustið sóknarlega. Hann á mikið inni, það er eitthvað þarna, það er klárt. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (2 mörk - 9:27 mín.) Viggó hefur engan veginn staðið undir væntingum á þessu heimsmeistaramóti. Ekki sýnt þá frammistöðu sem reiknað var með. Hefur átt góða spretti í varnarleiknum en verið mistækur í sóknarleiknum. Það kannski blekkir að Viggó hefur staðið sig vel í Þýskalandi en hefur engan veginn náð að framkalla þann leik með íslenska landsliðinu. Vonbrigði. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiElvar Ásgeirsson, vinstri skytta - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Mætti með brotið lið til leiks. Síðari hálfleikurinn var allt annar og betri. Þar hljóta skilaboð þjálfarans í hálfleik að hafa skilað sér. Árangur íslenska liðsins eru mikil vonbrigði. Þegar Guðmundur tók við þá ætlaði hann sér þrjú ár að koma liðinu í fremstu röð. Fyrir mótið í ár var markmiðið öruggt sæti í umspili um sæti á Ólympíuleika. Það er ekki í hendi. Búinn að vera með liðið í fimm ár, sjötta sæti á síðasta Evrópumóti er frábær árangur en á hinum mótunum fær íslenska liðið falleinkunn. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Eftir skelfilegan fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið fékk á sig 22 mörk á aðeins þrjátíu mínútum, tók íslenska liðinu að tryggja sér sigur með 18-10 endakafla sem vissulega bjargaði andlitinu fyrir íslensku strákana í kvöld. Varnarleikurinn var lengst af vandræðalega lélegur en sóknin gekk reyndar mun betur allan tímann. Þegar á reyndi í lokin þá misstu Brassarnir mikilvægan leikmann meiddan af velli og það hjálpaði mikið til við að snúa við leiknum undir lokin þegar brasilíska sóknin var hálfráðalaus. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson var bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að okkar mati. Gísli tók af skarið undir lokin og stjórnaði sókninni allan tímann en Kristján Örn slapp úr felum og sýndi með átta mörkum hvað hann getur komið með að borðinu. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Brasilíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (7 varin skot- 43:51 mín.) Kom inn í leikinn á erfiðum tíma og þurfti að standa sig. Fann lítinn takt til að byrja með en náði að snúa blaðinu við í síðari hálfleik og verja mikilvæga bolta sem fleytti íslenska liðinu yfir erfiðan hjalla í leiknum. Heilt yfir náði Viktor Gísli ekki að sýna sitt rétt andlit á mótinu. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9/3 mörk - 58:41 mín.) Skilaði sínum mörkum eins og í öllum öðrum leikjum mótsins. Virtist bugaður í upphafi leiks og vonsvikinn en náði að hrista það af sér. Þarf hins vegar að standa sig betur varnarlega en á köflum var varnarframmistaða hans á mótinu ekki nægjanlega góð. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 4 (5 mörk - 41:17 mín.) Fann engan takt í byrjun leiks og var ekki góður í fyrri hálfleik. Mætti eins og allt annar maður til leiks í síðari hálfleik og ekki síst í vörninni. Stal tveimur boltum sem skiluðu marki og það kveikti í íslenska liðinu. Var öflugur í sókn í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (5 mörk - 29:44 mín.) Virtist bugaður í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik mætti hann til leiks svo um munaði. Stjórnaði íslenska liðinu eins og herforingi, átti níu stoðsendingar og skoraði fimm mörk, flest á úrslitastund. Ekki hægt að biðja um meira. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 5 (8 mörk - 34:41 mín.) Maður sem var í felum framan af móti hefur slegið í gegn í síðustu leikjum. Hann sýndi það í leiknum að þarna fer maður sem á eftir að nýtast íslenska landsliðinu á næstu árum. Frábær skytta og hefur greinilega þroskast sem leikmaður í Frakklandi. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - 2 (1 mark - 30:00 mín.) Var afar mistækur og ólíkur sjálfum sér. Leikmaður sem hefur hins vegar sýnt í þeim leikjum á mótinu sem hann hefur fengið tækifæri að hann er framtíðarmaður í þessari stöðu. Vonandi munum við sjá meira af honum á næstu árum í enn betra formi. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (2 mörk - 31:03 mín.) Fann engan takt í varnarleiknum í þessum leik og var í bullandi vandræðum í hjarta varnarinnar. Vörnin fann engar lausnir í fyrri hálfleik. Skoraði tvö góð mörk en leikmaður sem þarf að gera betur en hann sýndi í þessum leik. Hefur aftur á móti átt fína spretti á þessu móti þó hann hafi aðeins gefið eftir undir lokin. Ýmir Örn Gíslason, lína - 2 (3 stopp - 31:42 mín.) Líkt og aðrir varnarmenn íslenska liðsins þá átti Ýmir afleitan fyrri hálfleik. Spurning hvort við hann einan sé að sakast. Auðvitað leggur þjálfarinn upp leikinn varnarlega. Það er hins vegar ekki að sjá að leikmenn hafi náð að meðtaka það sama hvað hver segir. Ýmir er jú besti varnarmaður íslenska liðsins en hann hefur ekki náð að sýna það á þessu heimsmeistaramóti. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (2 stopp - 36:04 mín.) Átti góða kafla í vörninni ekki síst í síðari hálfleik. Var fjarverandi í þeim fyrri eins og allt íslenska liðið. Frammistaða hans heilt yfir eru hins vegar vonbrigði. Það vita allir hvað Elvar stendur fyrir, hæfileikarnir óþrjótandi en þeir ná ekki að skína í gegn. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (6 mörk - 29:29 mín.) Sýndi okkur í síðari hálfleik hversu hann er megnugur. Lék þar sinn besta leik á heimsmeistaramótinu. Sigvaldi er einn af þeim leikmönnum á heimsmeistaramótinu sem ekki hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans. Um hæfileikana þarf ekki að ræða, þeir sjást langar leiðir. Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (2 varin skot- 11:27 mín.) Fann engan takt í markinu. Kannski ekki við hann að sakast því öll mörkin komu úr opnum færum og inn á sjö metrum. Varnarlína Íslands var lítil hjálp fyrir markvörðinn reynslumikla sem sýndi hins vegar gegn Portúgal og Ungverjalandi að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (1 mark - 30:30 mín.) Líklega hans besti leikur á mótinu, bæði í vörn og sókn. Leikmaður sem fær ekki oft mikið hrós en hann leggur sig hundrað prósent fram í hverjum einasta leik og það væri gaman að sjá að honum yrði alfarið gefið traustið sóknarlega. Hann á mikið inni, það er eitthvað þarna, það er klárt. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (2 mörk - 9:27 mín.) Viggó hefur engan veginn staðið undir væntingum á þessu heimsmeistaramóti. Ekki sýnt þá frammistöðu sem reiknað var með. Hefur átt góða spretti í varnarleiknum en verið mistækur í sóknarleiknum. Það kannski blekkir að Viggó hefur staðið sig vel í Þýskalandi en hefur engan veginn náð að framkalla þann leik með íslenska landsliðinu. Vonbrigði. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiElvar Ásgeirsson, vinstri skytta - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Mætti með brotið lið til leiks. Síðari hálfleikurinn var allt annar og betri. Þar hljóta skilaboð þjálfarans í hálfleik að hafa skilað sér. Árangur íslenska liðsins eru mikil vonbrigði. Þegar Guðmundur tók við þá ætlaði hann sér þrjú ár að koma liðinu í fremstu röð. Fyrir mótið í ár var markmiðið öruggt sæti í umspili um sæti á Ólympíuleika. Það er ekki í hendi. Búinn að vera með liðið í fimm ár, sjötta sæti á síðasta Evrópumóti er frábær árangur en á hinum mótunum fær íslenska liðið falleinkunn. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira