Handbolti

„Ó­trú­leg von­brigði að hafa ekki náð lengra“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær hendir sér á eftir lausum bolta.
Elliði Snær hendir sér á eftir lausum bolta. Vísir/Vilhelm

„Góð tilfinning að vinna í dag. Við vissum svo sem fyrir leik að við værum á leiðinni heim og það var ekkert að fara breytast,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir fjögurra marka sigur Íslands á Brasilíu fyrr í kvöld.

Síðasti leikur Íslands á HM í handbolta fór fram í kvöld. Liðið var langt frá sínu besta í fyrri hálfleik en í þeim síðari reif íslenska liðið sig upp og vann á endanum góðan fjögurra marka sigur. Hann telur því miður lítið þar sem Ísland komst ekki í 8-liða úrslit.

„Það sást á fyrri hálfleiknum að við vorum enn sárir eftir hvernig þetta er búið að vera. Vorum svekktir með Ungverjaleikinn og með Svíaleikinn, að hafa ekki náð að klára þá. En við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleik og áttum góðan hálfleik. Vonandi bjart framundan hjá okkur, stefnir allt í það.“

„Fyrri hálfleikurinn var ömurlegur. Vorum allir of þungir og skrefinu á eftir. Vorum að taka með okkur þreytu úr síðustu leikjum en tóku ákvörðun í hálfleik að gera þetta fyrir fólkið í stúkunni og geðveikt að ná að klára þetta fyrir þau.“

„Það er það. Ótrúleg vonbrigði að hafa ekki náð lengra. Ætluðum okkur lengra. Þurfum að læra af því fyrir næsta mót því við ætlum okkur langt þar líka.“

„Væntingarnar heima fyrir eru þær sömu og hjá okkur. Ætluðum okkur langt og ætlum okkur langt á næsta móti. Ætlum að vinna alla leiki fram að því og ég er strax orðinn spenntur fyrir næsta móti og fá enn fleiri til München á næsta ári.“

Klippa: Elliði Snær eftir sigurinn á Brasilíu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×