Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2023 07:50 Planet Youth er núna með 25 samninga sem spanna sextán lönd í fimm heimsálfum og átt í fjögurhundruð samstarfsaðila. Starfsemin felst í því að nýta íslenska módelið í áfengis- og vímuefnaforvörnum. Mynd fv: Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Þorfinnur Skúlason, Erla María Torgyes, Páll Ríkharðsson, Ingibjörg Eva Þórisdóttir og Jón Sigfússon. Alls eru starfsmenn Planet Youth nítján talsins. Vísir/Hulda Margrét Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði. Enda gengur það út á aðra nálgun en að banna ungmennum að gera hitt og þetta. Frekar byggir það á samstarfi allra hagaðila, allt frá íþrótta- og tómstundahreyfingum, yfir í sveitarfélög, skólana, félagsmiðstöðvarnar og foreldrana sjálfa. Frístundakortið er gott dæmi um íslenskt afbrigði forvarnarstarfs á Íslandi. Þar sem börnum og ungmennum er frekar tryggt aðgengi að tómstundum með niðurgreiðslum frá sveitarfélagi viðkomandi barns. En vissuð þið að í Chile hafa stjórnvöld tekið upp á sambærilegu kerfi? Þar sem börn fá klippikort til að hvetja þau til að stunda íþróttir og tómstundir? Eða að í Kentucky fylki í Bandaríkjunum sé búið að taka upp hið svokallaða YES kort, sem byggir á sama tilgangi. Allt byggt á íslenska módelinu sem við erum fyrir svo löngu farin að telja sjálfsagðan hlut. En fyrirtækið Planet Youth starfar nú með víðs vegar um heiminn. Sem ráðgefandi og leiðbeinandi aðili um það hvernig stjórnvöld og sveitarfélög geta dregið úr neyslu áfengis og vímuefna ungmenna. Hugmyndafræði sem virkar Í dag eru starfsmenn Planet Youth nítján talsins. Þar af tveir á Spáni, einn í Bandaríkjunum, tveir í Mexíkó og einn í Chile. Aðrir starfsmenn starfa á Íslandi. Samningar sem Planet Youth er hins vegar með nær til sextán landa í fimm heimsálfum. Þó varð Planet Youth formlega stofnað árið 2020 og því aðeins á þriðja starfsári. En hvernig kom þetta allt saman til? „Á áttunda áratugnum fór þessi hugmyndafræði að taka sig upp í Skandinavíu að forvarnarstarf barna og ungmenna færi meira og meira að horfa til áhrifaþátta í umhverfi barna og unglinga. Ísland var þar á meðal og þótt það hafi kannski ekki verið fyrirséð strax þarna í upphafi þróuðust málin á þann veg að á næstu áratugum sýndi það sig að það tókst áberandi vel upp á Íslandi,“ segir Jón Sigfússon stjórnarformaður Planet Youth. Það sem ekki síst tryggði góðan árangur á Íslandi var hversu vel tókst til í að efla alla til samstarfs í forvarnarmálum: ríki, sveitarfélög, skóla, hagaðila íþrótta- og tómstundastarfs og svo framvegis. „Með því að horfa á umhverfi barna í stað þess að tala um boð og bönn var ábyrgðin tekin af börnunum sjálfum og fært yfir á þá aðila sem eru í umhverfi þeirra og geta haft áhrif,“ segir Jón. „Starfsemin okkar er í rauninni gagnadrifin ráðgjöf þar sem við erum að sýna samstarfsaðilunum okkar hvernig það er hægt að vinn við að styrkja verndandi þætti og minnka áhættuþætti. Hér hafa lengi verið söfnuð gögn og gerðar mælingar sem við síðan nýtum til að sýna árangur og hvaða atriði eru að hafa mest áhrif á að góður árangur hafi náðst,“ segir Páll Ríkharðsson framkvæmdastjóri. „Þegar að þessar mælingar og gögn eru skoðuð er hægt að sjá hvernig Ísland hefur styrkt ýmsa innviði í þágu forvarnarstarfs og hér eru líka ferlar góðir þannig að ekki er hver og einn aðili í sínum turni að tala út af fyrir sig. Heldur er hér ýmiss vinna sem er unnin sameiginlega í þágu barna. Sem er ekki sjálfsagt og auðvitað krefjandi því að hagsmunaaðilarnir sem koma að borði geta verið mjög ólíkir,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir greiningastjóri og bætir við: „Við notum þessi gögn til að sýna hversu mikilvægt það er hjá okkar samstarfsaðilum að fá alla aðila að borðinu. Þetta þykir kannski sjálfsagt á Íslandi í dag en er það ekki erlendis. Með þessum gögnum leggjum við línurnar með að gera sambærilegar mælingar í umhverfi samstarfsaðila okkar.“ En eru þetta ekki mjög ólík lönd og ólíkir menningarheimar, til dæmis Chile? „Jú vissulega,“ svarar Páll en bætir við: Það sem er samt sameiginlegt er að foreldrar elska börnin sín og vilja alltaf tryggja þeim sem besta umhverfið. Skiptir þá engu máli hvar í heiminum það er eða hvernig menningin er. Og það er þessi sameiginlegi þráður sem gerir okkur kleift að vinna með íslenska módelið í löndum og samfélögum sem teljast kannski ólík okkur að öðru leyti.“ Áhugi á íslenska módelinu er mikill um allan heim. Neðri mynd sýnir frá opnun Planet Youth í Mexíkó á dögunum en efri fv. var tekin eftir kynningarfund í Taiwan og til hægri frá fundum í Ástralíu. Ísland oft snemma í að sýna hver tískan verður Jón, Páll og Inga segja samningana við aðila vera misstóra svæðislega séð. Til dæmis er Kentucky fylki í Bandaríkjunum sem semur fyrir sitt svæði og sínar undirstofnanir á meðan sumir samstarfsaðilar eru kannski sveitarfélag í Litháen sem vill ná árangri innan sinna raða. Eða stjórnvöld í Chile sem eru í samstarfi við Planet Youth til að vinna að forvarnarstarfinu heildstætt, byggt á íslenska módelinu og með innleiddum mælingum sem Planet Youth leiðir. „Víðsvegar í heiminum erum við að sjá neyslu áfengi og tóbaks dragast saman hjá ungmennum. Þetta sýna alþjóðlegar mælingar. Það sem við viljum hins vegar sjá hjá okkar samstarfsaðilum er árangur umfram þær tölur sem sjást í almennum mælingum. Þess vegna horfum við vel á það á hverju svæði hvað er að gerast í kring og á því svæði. Sem dæmi nefni ég kannabis þar semvíða er verið að tala mikið fyrir því að lögleiða kannabis. Þar sem það er, sýna gögn að neysla kannabis er að aukast hjá börnum og ungmennum og það er þá þangað sem við viljum beina okkar spjótum. Til dæmis í mælingum.“ Þessa dagana eru umsvif Planet Youth að aukast verulega í Mexíkó. „Í Mexíkó búa um 120 milljónir íbúa. Þeir eru mjög opnir fyrir íslenska módelinu og eru farnir vel af stað. Til dæmis hafa þeir tekið upp forvarnardaginn eins og við þekkjum hann hér. Nema að hjá þeim er forvarnardagurinn 1. desember,“ segir Jón. Annað dæmi eru frístundarkortin eins og áður voru nefnd. „Þetta er sama hugmyndafræðin þótt útfærslan sé önnur. Klippikortin í Chile virka til dæmis þannig að krakkarnir mæta í tómstundir og íþróttir og þá er klippt á kortið. Eftir tíu æfingar fá þau pizzu og ís í verðlaun,“ segir Páll. Árangur Íslands telst til fyrirmyndar á heimsvísu og er það sem oftar en ekki opnar fyrir tækifærum til samninga og samstarfs við stjórnvöld eða sveitarfélög víða um heim. Um þessar mundir horfir Planet Youth til Mexíkó sem þegar hefur sett sinn forvarnardag eins og er á Íslandi. Á neðri mynd má sjá hópmynd af starfsfólki Planet Youth. „Það er einmitt svo mikilvægt að sýna það með gögnum hvernig ferlið virkar og hvað það er mikilvægur liður í forvarnarstarfinu að efla innviðina. Ef markmiðið er til dæmis að draga úr kannabisneysluungmenna þá er það eitthvað sem skilar sér með markvissu samstarfi og eflingu innviða þótt það gerist ekki strax. Þess vegna er svo mikilvægt að mælingarnar sem við leiðum endurspegli að aðgerðir sem ráðist er í séu að sýna þróun í jákvæða átt,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir mælingar á hverju svæði vera sérsniðnar miðað við þau atriði sem þar eru sýnileg. Til dæmis sé mismunandi hversu langt niður í aldri farið er í rannsóknir og svo framvegis. „Hins vegar virðist Ísland oft vera frekar snemma í að sýna hvað er líklegt að komist í tísku hjá ungu fólki og verða að vandamáli. Ég nefni sem dæmi veipið. Stundum höfum við lagt til að veipnotkun verði höfð með í mælingum og samstarfsaðilarnir hváð við. En þó ekki lengi því veipið hefur síðan farið að sýna aukningu en þá seinna en á Íslandi.“ Annað dæmi sem Ingibjörg nefnir sérstaklega eru orkudrykkirnir. Það er staðreynd að markaðurinn finnur sér alltaf leiðir. Veipið og orkudrykkirnir eru dæmi um vörur sem fóru upphaflega fram hjá löggjöfinni. Teljast ekki til vímuefna og eiga greiða leið. Þetta eru vörur sem ætlaðar eru fullorðnum en oftar en ekki vörur sem ungmenni finna sér þá leið til að nota.“ Sem dæmi um aðgerðir sem samstarfsaðilar Planet Youth hafa gripið til að íslenskri fyrirmynd er að setja á laggirnar frístundarkort. Í Chile fá krakkar klippikort og ef þau mæta á tíu æfingar fá þau pizzu og ís í verðlaun. Í Kentucky í Bandaríkjunum var frístundarkort útfært undir nafninu YES kort. Vísir/Hulda Margrét Mikill vöxtur og aukinn umsvif Jón segir mikið framundan hjá Planet Youth og að umsvifin séu alltaf að aukast. Oft fari verkefni af stað með tengslamyndun sem síðan leiðir eitthvað stærra af sér. „Núna erum við til dæmis í viðræðum við aðila í Washington fylki í Bandaríkjunum. Þær viðræður fóru af stað í kjölfar þess að við hittum átján krakka af frumbyggjaættbálki Indíána á ráðstefnu. Það síðan leiddi til þess að fylkistjórnin í Washington hafði samband við okkur og núna er verið að skoða viðamikið samstarf ólíkra aðila þar,“ segir Jón. En hvernig náið þið þessari tengslamyndun? Árangurinn á Íslandi og fréttir erlendis um samstarfið okkar við aðila eins og Chile og Mexíkó og fleira spyrst út og þess vegna erum við mikið í að svara fyrirspurnum. Þá er það líka staðreynd að enn sem komið er má segja að árangurinn sem náðst hefur á Íslandi sé veigamikill þáttur. Við erum til fyrirmyndar í þessu því við höfum náð svo góðum árangri. Í þetta horfa aðrir aðilar þótt eflaust muni árangur okkar samstarfsaðila fara að skipta meira máli síðar,“ segir Jón. Hvar sjáið þið ykkur fyrir í framtíðinni, til dæmis eftir fimm eða tíu ár? „Ég myndi segja að eftir fimm ár séum við búin að stækka verulega, með fleiri samninga og fleira starfsfólk. Það er ekki hagnaðarvonin sem drífur okkur áfram heldur sú hugsjón að vilja skapa krökkum betra umhverfi til að vaxa og dafna í lífinu. Eftir tíu ár sæi ég fyrir mér að við verðum komin með enn fleiri starfsstöðvar og fleiri samninga við heil ríki eins og stjórnvöldin í Chile,“ svarar Páll og bætir við í léttum tóni að auðvitað felist endanlegt markmið bara í heimsyfirráðum Planet Youth forvarnarstarfinu! Áfengi og tóbak Heilsa Tengdar fréttir Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Enda gengur það út á aðra nálgun en að banna ungmennum að gera hitt og þetta. Frekar byggir það á samstarfi allra hagaðila, allt frá íþrótta- og tómstundahreyfingum, yfir í sveitarfélög, skólana, félagsmiðstöðvarnar og foreldrana sjálfa. Frístundakortið er gott dæmi um íslenskt afbrigði forvarnarstarfs á Íslandi. Þar sem börnum og ungmennum er frekar tryggt aðgengi að tómstundum með niðurgreiðslum frá sveitarfélagi viðkomandi barns. En vissuð þið að í Chile hafa stjórnvöld tekið upp á sambærilegu kerfi? Þar sem börn fá klippikort til að hvetja þau til að stunda íþróttir og tómstundir? Eða að í Kentucky fylki í Bandaríkjunum sé búið að taka upp hið svokallaða YES kort, sem byggir á sama tilgangi. Allt byggt á íslenska módelinu sem við erum fyrir svo löngu farin að telja sjálfsagðan hlut. En fyrirtækið Planet Youth starfar nú með víðs vegar um heiminn. Sem ráðgefandi og leiðbeinandi aðili um það hvernig stjórnvöld og sveitarfélög geta dregið úr neyslu áfengis og vímuefna ungmenna. Hugmyndafræði sem virkar Í dag eru starfsmenn Planet Youth nítján talsins. Þar af tveir á Spáni, einn í Bandaríkjunum, tveir í Mexíkó og einn í Chile. Aðrir starfsmenn starfa á Íslandi. Samningar sem Planet Youth er hins vegar með nær til sextán landa í fimm heimsálfum. Þó varð Planet Youth formlega stofnað árið 2020 og því aðeins á þriðja starfsári. En hvernig kom þetta allt saman til? „Á áttunda áratugnum fór þessi hugmyndafræði að taka sig upp í Skandinavíu að forvarnarstarf barna og ungmenna færi meira og meira að horfa til áhrifaþátta í umhverfi barna og unglinga. Ísland var þar á meðal og þótt það hafi kannski ekki verið fyrirséð strax þarna í upphafi þróuðust málin á þann veg að á næstu áratugum sýndi það sig að það tókst áberandi vel upp á Íslandi,“ segir Jón Sigfússon stjórnarformaður Planet Youth. Það sem ekki síst tryggði góðan árangur á Íslandi var hversu vel tókst til í að efla alla til samstarfs í forvarnarmálum: ríki, sveitarfélög, skóla, hagaðila íþrótta- og tómstundastarfs og svo framvegis. „Með því að horfa á umhverfi barna í stað þess að tala um boð og bönn var ábyrgðin tekin af börnunum sjálfum og fært yfir á þá aðila sem eru í umhverfi þeirra og geta haft áhrif,“ segir Jón. „Starfsemin okkar er í rauninni gagnadrifin ráðgjöf þar sem við erum að sýna samstarfsaðilunum okkar hvernig það er hægt að vinn við að styrkja verndandi þætti og minnka áhættuþætti. Hér hafa lengi verið söfnuð gögn og gerðar mælingar sem við síðan nýtum til að sýna árangur og hvaða atriði eru að hafa mest áhrif á að góður árangur hafi náðst,“ segir Páll Ríkharðsson framkvæmdastjóri. „Þegar að þessar mælingar og gögn eru skoðuð er hægt að sjá hvernig Ísland hefur styrkt ýmsa innviði í þágu forvarnarstarfs og hér eru líka ferlar góðir þannig að ekki er hver og einn aðili í sínum turni að tala út af fyrir sig. Heldur er hér ýmiss vinna sem er unnin sameiginlega í þágu barna. Sem er ekki sjálfsagt og auðvitað krefjandi því að hagsmunaaðilarnir sem koma að borði geta verið mjög ólíkir,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir greiningastjóri og bætir við: „Við notum þessi gögn til að sýna hversu mikilvægt það er hjá okkar samstarfsaðilum að fá alla aðila að borðinu. Þetta þykir kannski sjálfsagt á Íslandi í dag en er það ekki erlendis. Með þessum gögnum leggjum við línurnar með að gera sambærilegar mælingar í umhverfi samstarfsaðila okkar.“ En eru þetta ekki mjög ólík lönd og ólíkir menningarheimar, til dæmis Chile? „Jú vissulega,“ svarar Páll en bætir við: Það sem er samt sameiginlegt er að foreldrar elska börnin sín og vilja alltaf tryggja þeim sem besta umhverfið. Skiptir þá engu máli hvar í heiminum það er eða hvernig menningin er. Og það er þessi sameiginlegi þráður sem gerir okkur kleift að vinna með íslenska módelið í löndum og samfélögum sem teljast kannski ólík okkur að öðru leyti.“ Áhugi á íslenska módelinu er mikill um allan heim. Neðri mynd sýnir frá opnun Planet Youth í Mexíkó á dögunum en efri fv. var tekin eftir kynningarfund í Taiwan og til hægri frá fundum í Ástralíu. Ísland oft snemma í að sýna hver tískan verður Jón, Páll og Inga segja samningana við aðila vera misstóra svæðislega séð. Til dæmis er Kentucky fylki í Bandaríkjunum sem semur fyrir sitt svæði og sínar undirstofnanir á meðan sumir samstarfsaðilar eru kannski sveitarfélag í Litháen sem vill ná árangri innan sinna raða. Eða stjórnvöld í Chile sem eru í samstarfi við Planet Youth til að vinna að forvarnarstarfinu heildstætt, byggt á íslenska módelinu og með innleiddum mælingum sem Planet Youth leiðir. „Víðsvegar í heiminum erum við að sjá neyslu áfengi og tóbaks dragast saman hjá ungmennum. Þetta sýna alþjóðlegar mælingar. Það sem við viljum hins vegar sjá hjá okkar samstarfsaðilum er árangur umfram þær tölur sem sjást í almennum mælingum. Þess vegna horfum við vel á það á hverju svæði hvað er að gerast í kring og á því svæði. Sem dæmi nefni ég kannabis þar semvíða er verið að tala mikið fyrir því að lögleiða kannabis. Þar sem það er, sýna gögn að neysla kannabis er að aukast hjá börnum og ungmennum og það er þá þangað sem við viljum beina okkar spjótum. Til dæmis í mælingum.“ Þessa dagana eru umsvif Planet Youth að aukast verulega í Mexíkó. „Í Mexíkó búa um 120 milljónir íbúa. Þeir eru mjög opnir fyrir íslenska módelinu og eru farnir vel af stað. Til dæmis hafa þeir tekið upp forvarnardaginn eins og við þekkjum hann hér. Nema að hjá þeim er forvarnardagurinn 1. desember,“ segir Jón. Annað dæmi eru frístundarkortin eins og áður voru nefnd. „Þetta er sama hugmyndafræðin þótt útfærslan sé önnur. Klippikortin í Chile virka til dæmis þannig að krakkarnir mæta í tómstundir og íþróttir og þá er klippt á kortið. Eftir tíu æfingar fá þau pizzu og ís í verðlaun,“ segir Páll. Árangur Íslands telst til fyrirmyndar á heimsvísu og er það sem oftar en ekki opnar fyrir tækifærum til samninga og samstarfs við stjórnvöld eða sveitarfélög víða um heim. Um þessar mundir horfir Planet Youth til Mexíkó sem þegar hefur sett sinn forvarnardag eins og er á Íslandi. Á neðri mynd má sjá hópmynd af starfsfólki Planet Youth. „Það er einmitt svo mikilvægt að sýna það með gögnum hvernig ferlið virkar og hvað það er mikilvægur liður í forvarnarstarfinu að efla innviðina. Ef markmiðið er til dæmis að draga úr kannabisneysluungmenna þá er það eitthvað sem skilar sér með markvissu samstarfi og eflingu innviða þótt það gerist ekki strax. Þess vegna er svo mikilvægt að mælingarnar sem við leiðum endurspegli að aðgerðir sem ráðist er í séu að sýna þróun í jákvæða átt,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir mælingar á hverju svæði vera sérsniðnar miðað við þau atriði sem þar eru sýnileg. Til dæmis sé mismunandi hversu langt niður í aldri farið er í rannsóknir og svo framvegis. „Hins vegar virðist Ísland oft vera frekar snemma í að sýna hvað er líklegt að komist í tísku hjá ungu fólki og verða að vandamáli. Ég nefni sem dæmi veipið. Stundum höfum við lagt til að veipnotkun verði höfð með í mælingum og samstarfsaðilarnir hváð við. En þó ekki lengi því veipið hefur síðan farið að sýna aukningu en þá seinna en á Íslandi.“ Annað dæmi sem Ingibjörg nefnir sérstaklega eru orkudrykkirnir. Það er staðreynd að markaðurinn finnur sér alltaf leiðir. Veipið og orkudrykkirnir eru dæmi um vörur sem fóru upphaflega fram hjá löggjöfinni. Teljast ekki til vímuefna og eiga greiða leið. Þetta eru vörur sem ætlaðar eru fullorðnum en oftar en ekki vörur sem ungmenni finna sér þá leið til að nota.“ Sem dæmi um aðgerðir sem samstarfsaðilar Planet Youth hafa gripið til að íslenskri fyrirmynd er að setja á laggirnar frístundarkort. Í Chile fá krakkar klippikort og ef þau mæta á tíu æfingar fá þau pizzu og ís í verðlaun. Í Kentucky í Bandaríkjunum var frístundarkort útfært undir nafninu YES kort. Vísir/Hulda Margrét Mikill vöxtur og aukinn umsvif Jón segir mikið framundan hjá Planet Youth og að umsvifin séu alltaf að aukast. Oft fari verkefni af stað með tengslamyndun sem síðan leiðir eitthvað stærra af sér. „Núna erum við til dæmis í viðræðum við aðila í Washington fylki í Bandaríkjunum. Þær viðræður fóru af stað í kjölfar þess að við hittum átján krakka af frumbyggjaættbálki Indíána á ráðstefnu. Það síðan leiddi til þess að fylkistjórnin í Washington hafði samband við okkur og núna er verið að skoða viðamikið samstarf ólíkra aðila þar,“ segir Jón. En hvernig náið þið þessari tengslamyndun? Árangurinn á Íslandi og fréttir erlendis um samstarfið okkar við aðila eins og Chile og Mexíkó og fleira spyrst út og þess vegna erum við mikið í að svara fyrirspurnum. Þá er það líka staðreynd að enn sem komið er má segja að árangurinn sem náðst hefur á Íslandi sé veigamikill þáttur. Við erum til fyrirmyndar í þessu því við höfum náð svo góðum árangri. Í þetta horfa aðrir aðilar þótt eflaust muni árangur okkar samstarfsaðila fara að skipta meira máli síðar,“ segir Jón. Hvar sjáið þið ykkur fyrir í framtíðinni, til dæmis eftir fimm eða tíu ár? „Ég myndi segja að eftir fimm ár séum við búin að stækka verulega, með fleiri samninga og fleira starfsfólk. Það er ekki hagnaðarvonin sem drífur okkur áfram heldur sú hugsjón að vilja skapa krökkum betra umhverfi til að vaxa og dafna í lífinu. Eftir tíu ár sæi ég fyrir mér að við verðum komin með enn fleiri starfsstöðvar og fleiri samninga við heil ríki eins og stjórnvöldin í Chile,“ svarar Páll og bætir við í léttum tóni að auðvitað felist endanlegt markmið bara í heimsyfirráðum Planet Youth forvarnarstarfinu!
Áfengi og tóbak Heilsa Tengdar fréttir Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26