Strákarnir náðu að snúa við slæmri stöðu í fyrri hálfleik með mun betri frammistöðu í þeim seinni og gátu því endað mótið á jákvæðum nótum.
Fjórir sigrar í sex leikjum var samt ekki nóg til að komast í hóp átta bestu þjóða heims. Svíar og Ungverjar komust áfram upp úr milliriðlinum.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð, náði mörgum flottum myndum á lokaleik íslenska liðsins á móti Brasilíu í gær. Myndirnar má finna hér fyrir neðan.


















