„Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 08:02 Guðmundur Guðmundsson er með samning sem þjálfari íslenska liðsins fram yfir Ólympíuleikana í París 2024 en litlar sem engar líkur er að hann komi íslenska liðinu þangað. Vísir/Vilhelm Theódór Ingi Pálmason var gestur í nýjasta Handkastinu þar sem umræðuefnið var uppgjör á heimsmeistaramótinu í handbolta sem endaði hjá íslenska landsliðinu í gær. Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti