Handbolti

Björgvin Páll þakkar líka fyrir krítíkina og neikvæðnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson bar fyrirliðaband íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum þess á HM.
Björgvin Páll Gústavsson bar fyrirliðaband íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum þess á HM. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið ætlaði sér mikið á heimsmeistaramótinu í handbolta en þarf enn að biða eftir því að komast í hóp átta bestu handboltaþjóða heims.

Björgvin Páll Gústavsson var að keppa á sínu sextánda stórmóti og tók við fyrirliðabandinu þegar Aron Pálmarsson meiddist.

Björgvin Páll þekkir það því orðið vel þegar íslenska þjóðin fer næstum því öll að pæla í handbolta og því fylgir mikið pressa á landsliðsstrákunum.

Íslenska liðið fékk frábæran stuðning í Svíþjóð og þar komu upp mörg gæsahúðar móment. Fjórir sigrar voru ekki nóg því töpin á móti Svíum og Ungverjum sáu til þess að liðið spilar ekki í átta liða úrslitum keppninnar.

Björgvin var mjög góður í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu en glímdi við bakmeiðsli þegar á leið mótið og varði varla skot í síðustu tveimur leikjum.

Björgvin þakkaði þjóðinni fyrir allt saman eftir lokaleikinn á móti Brasilíu í gær. Hann gerði sér vel grein fyrir að það eru bæði hæðir og dalir þegar þú fylgist með landsliðinu á stóra sviðinu.

„Takk fyrir stuðninginn, áhugann, krítíkina, jákvæðnina, neikvæðnina, öskrin, brosin,“ skrifaði Björgvin Páll meðal annars en það má sjá kveðju hans hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×