Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 06:34 Meintur árásarmaður hét Huu Can Tran og var 72 ára. AP Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. Maðurinn sem um ræðir hét Huu Can Tran og var 72 ára. Hann virðist hafa notast við skotvopn til að svipta sig lífi, að því er fram kom í máli Robert Luna, lögreglustjórans í Los Angeles, í gær. Árásin var gerð á sama tíma og verið var að halda upp á áramót samkvæmt kínverska dagatalinu í Monterey Park. Stórt hlutfall íbúa á svæðinu eru af kínverskum uppruna. Lögregla vinnur nú að því að reyna að komast að tilefni árásarinnar. Auk þeirra tíu sem létust í árásinni særðust tíu til viðbótar og eru sjö þeirra enn á sjúkrahúsi. Ástand sumra er enn sagt alvarlegt. Luna segir að enn sé verið að bera kennsl á einhverja þeirra sem létust en að svo virðist sem að þau hafi verið á sextugs- og sjötugsaldri og mögulega einhverjir enn eldri. Lögregla hafði áður greint frá því að í hópi látinna hafi verið fimm karlar og fimm konur og að þau hafi öll verið af asískum uppruna. Árásarmaðurinn fannst í sendiferðabíl í Torrence, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park.EPA Í frétt BBC segir að fjöldamorðið, sem sé eitt það mannskæðasta í sögu Kaliforníu, hafi hafist klukkan 22:22 að staðartíma á laugardagskvöld í hinu vinsæla Star Ballroom dansstúdíói í Monterey Park, rúmum tíu kílómetrum austur af Los Angeles. Maðurinn hafi svo flúið af vettvangi og verið mættur í annað dansstúdíó í bænum Alhambra um hálftíma síðar. Þar hafi fólki tekist að ná hálfsjálfvirkum riffli úr höndum hans, en árásarmanninum tekist að flýja af vettvangi. Hófst þá umfangsmikil leit lögreglu að manninum og um tólf tímum síðar fannst maðurinn í sendiferðabíl á bílastæði í bænum Torrance, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park. Umsátursástand hafi myndast en lögregla svo heyrt skothljóð út bílnum þegar lögreglumenn nálguðust bílinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Maðurinn sem um ræðir hét Huu Can Tran og var 72 ára. Hann virðist hafa notast við skotvopn til að svipta sig lífi, að því er fram kom í máli Robert Luna, lögreglustjórans í Los Angeles, í gær. Árásin var gerð á sama tíma og verið var að halda upp á áramót samkvæmt kínverska dagatalinu í Monterey Park. Stórt hlutfall íbúa á svæðinu eru af kínverskum uppruna. Lögregla vinnur nú að því að reyna að komast að tilefni árásarinnar. Auk þeirra tíu sem létust í árásinni særðust tíu til viðbótar og eru sjö þeirra enn á sjúkrahúsi. Ástand sumra er enn sagt alvarlegt. Luna segir að enn sé verið að bera kennsl á einhverja þeirra sem létust en að svo virðist sem að þau hafi verið á sextugs- og sjötugsaldri og mögulega einhverjir enn eldri. Lögregla hafði áður greint frá því að í hópi látinna hafi verið fimm karlar og fimm konur og að þau hafi öll verið af asískum uppruna. Árásarmaðurinn fannst í sendiferðabíl í Torrence, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park.EPA Í frétt BBC segir að fjöldamorðið, sem sé eitt það mannskæðasta í sögu Kaliforníu, hafi hafist klukkan 22:22 að staðartíma á laugardagskvöld í hinu vinsæla Star Ballroom dansstúdíói í Monterey Park, rúmum tíu kílómetrum austur af Los Angeles. Maðurinn hafi svo flúið af vettvangi og verið mættur í annað dansstúdíó í bænum Alhambra um hálftíma síðar. Þar hafi fólki tekist að ná hálfsjálfvirkum riffli úr höndum hans, en árásarmanninum tekist að flýja af vettvangi. Hófst þá umfangsmikil leit lögreglu að manninum og um tólf tímum síðar fannst maðurinn í sendiferðabíl á bílastæði í bænum Torrance, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park. Umsátursástand hafi myndast en lögregla svo heyrt skothljóð út bílnum þegar lögreglumenn nálguðust bílinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04