Greint frá því í hlaðvarpinu Dr. Football að Dagur Dan væri svo gott sem kominn með annan fótinn í sólina í Orlando. Mbl.is fékk það svo staðfest að samningaviðræður milli Orlando og Breiðabliks væru á lokastigi.
Dagur kom til Breiðabliks frá Fylki fyrir síðasta tímabil. Hann lék stórvel með Blikum í fyrra, í hinum ýmsu stöðum, og átti stóran þátt í að þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í tólf ár. Dagur lék 25 leiki í Bestu deildinni og skoraði í þeim níu mörk. Dagur hefur leikið fjóra landsleiki, alla í vetur.
Fabrizio Romano er stjarna á veraldarvefnum. Hann kemur frá Ítalíu og virðist í dag sá sem er best að sér í félagaskiptum leikmanna. Frasi hans „Here we go“ er orðinn goðsagnakenndur en Romano notar hann aðeins þegar það er svo gott sem frágengið að leikmaður sé á leið í ákveðið lið.
Orlando City are set to complete and seal two signings: Ramiro Enrique from Banfield andd Dagur Dan Thórhallsson, Iceland national team midfielder. #MLS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 23, 2023
Official statement expected soon. pic.twitter.com/KMCFNY4p1X
Það er ekki enn komið „Here we go“ frá Romano en hann tísti í dag að Orlando City væri að festa kaup á tveimur leikmönnum. Ramiro Enrique frá Banfield í Argentínu og Dag Dan, miðjumann íslenska landsliðsins.
Orlando endaði í 7. sæti Austurdeildar MLS á síðasta tímabili og tapaði fyrir Montréal í 1. umferð úrslitakeppninnar. Dagur verður fyrsti Íslendingurinn sem leikur með Orlando sem er níu ára gamalt félag. Þekktustu leikmenn sem hafa spilað fyrir það eru Brasilíumaðurinn Kaká og Portúgalinn Nani.