Handbolti

Norð­menn og Danir hirtu topp­sætin: Átta liða úr­slitin klár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mathias Gidsel fór mikinn í liði Dana í kvöld.
Mathias Gidsel fór mikinn í liði Dana í kvöld. EPA-EFE/Andreas Hillergren

Síðustu leikjunum í milliriðlum HM í handbolta er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjum dagsins þá tók Noregur toppsætið milliriðli III með sigri á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Sama má segja um Danmörku sem vann öruggan sigur á Egyptalandi í slagnum um toppsætið í milliriðli IV.

Síðustu leikir dagsins voru báðir upp á toppsæti riðlanna. Í milliriðli III mættust Noregur og Þýskaland. Fór það svo að Noregur vann lærisveinar Alfreðs með tveggja marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 28-26 Noregi í vil.

Goran Johannessen var markahæstur í liði Noregi með fimm mörk. Juri Knorr var á sama tíma markahæstur hjá Þýskalandi með átta mörk.

Í milliriðli IV mættust Danmörk og Egyptaland. Þar var aldrei spurning hvort liðið myndi enda á toppi riðilsins. 

Danmörk var mun betri aðilinn frá upphafi leiksins og unnu á endanum sannfærandi fimm marka sigur eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 30-25 Dönum í vil. Mathias Gidsel og Simon Bogetoft Pytlick voru markahæstir í liði Danmerkur með átta mörk hvor.

Átta liða úrslit HM eru því klár og eru eftirfarandi:

  • Frakkland gegn Þýskalandi
  • Svíþjóð gegn Egyptalandi
  • Noregur gegn Spáni
  • Danmörk gegn Ungverjalandi

Leikirnir fjórir fara fram 25. janúar eða á miðvikudaginn kemur. Undanúrslitaleikirnir fara fram á föstudaginn og leikið verður til verðlauna á sunnudaginn, 29. janúar.


Tengdar fréttir

Ís­land endar í tólfta sæti á HM

Þegar nær öllum leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið er orðið ljóst að Ísland endar í 12. sæti á mótinu. Fyrr í dag var Ísland í tíunda sæti en eftir sigra Serbíu og Króatíu fellur Ísland niður í tólfta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×