Lesfimipróf barna – af hverju leggjum við þau fyrir? Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 24. janúar 2023 12:01 Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun