8 staðreyndir og 4 spurningar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. janúar 2023 14:00 Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun