Lögregla var kölluð til vegna óvelkomins aðila í heimahúsi í hverfi 105. Sá var horfinn á brott þegar lögreglu bar að. Þá var tilkynnt um heimilislausan mann sofandi í nýbyggingu í miðbænum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var hann „vakinn eftir góðan nætursvefn.“
Ekið var á gangandi vegfaranda sem hlaut minniháttar áverka. Einn rann til í hálku og hlaut áverka á fótlegg. Þá var tilkynnt um tilraun til innbrots í heimahúsi í Hafnarfirði og grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi. Lögregla var kölluð til vegna erfiðs farþega í strætó en ekki er útskýrt frekar í tilkynningu hvað fólst í því útkalli.
Þá var tilkynnt um innbrot í heimahúsi, fyrirtæki, geymslu og í gámi.