Stelpurnar okkar verða mömmur Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 25. janúar 2023 08:30 Fyrirliði íslenska landsliðsins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur um árabil verið meðal sterkustu leikmanna liðsins, bæði í sókn og vörn, skorað fjöldann allan af mörkum í um 140 landsleikjum, skapstór og tapsár, eins og hún hefur sjálf orðað það, í mínum augum algjör nagli. Það kom mér því á óvart að sjá þessa ungu afrekskonu gráta að loknum landsleik gegn Portúgal 11. október s.l. haust. Þetta er eina skiptið sem ég hef horft á landsleik í útlöndum. Léttklædd í góðu veðri! Hef hins vega oft setið í Laugardalsstúkunni dúðuð í lopapeysu og regngalla í ískulda og slagviðri á meðan Stelpurnar okkar hafa látið sem ekkert sé, berlæraðar á vellinum. Ýmist hafa þær unnið eða tapað. Fyrirliði grætur Leikurinn í Porto tapaðist í framlenginu. Og á þetta horfðum við nokkrir félagar sem vorum að koma af Evrópumóti eldri borgara, Golden Age Gym Festival, á Madeira. Okkur í stúkunni fannst þetta svekkjandi. Leikurinn hafði verið býsna jafn, þótt Stelpurnar okkar væru einni færri í um helming seinni hálfleiks. Liðsmunurinn réði úrslitum og gerði um leið út um vonir íslenska liðsins til að öðlast þáttökurétt á HM kvenna í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar, 2023. Og Sara Björk settist niður á miðjum vellinum og grét. Fyrirliðinn! Þetta hafði ég aldrei séð til hennar áður. Var hún svona reið yfir hæpnum dómi, þegar einn leikmaður íslenska liðsins var rekinn af velli? Var hún svona hrikalega tapsár? Eða var eitthvað annað og meira í gangi? Þessi unga kona lék sinn fyrsta leik með landsliðinu aðeins 16 ára að aldri. Hún gerðist snemma atvinnumaður og hefur spilað með nokkrum sterkustu liðum í Evrópu. Hún er 32 ára sem þýðir að helming ævinnar hefur hún verið knattspyrnukona í fremstu röð! Heimsmeistaramót eru haldin á fjögurra ára fresti. 2027 verður hún 37 ára. Hverjar eru líkurnar á að hún verði enn í hópi fremstu knattspyrnukvenna í heimi þegar þar að kemur? Knattspyrna og barneignir Þrem mánuðum eftir téð grátkast vitum við að leikurinn í Porto var síðasti leikurinn þar sem Sara Björk bar fyrirliðabandið fyrir Íslands hönd. Á nýbyrjuðu ári lýsti hún því yfir að hún myndi hætta að leika með íslenska kvennalandsliðinu. Á sömu stundu opinberaðist að hún var orðin fyrirliði í annarri baráttu fyrir hönd kvenna í knattspyrnu. Sara Björk er móðir. Hún á rúmlega ársgamlan son með sambýlismanni sínum. Barnið fæddi hún meðan hún var á samningi hjá franska stórliðinu Lyon. Fyrsta konan í liðinu sem hlaut að vera utan vallar um hríð af slíkum ástæðum. Stjórn stórliðsins tók þessu illa og skar niður launin hennar gróflega á meðan hún var í fríi vegna óléttunnar og síðan í stuttu fæðingarorlofi. Sara leit á þetta sem samningsbrot og fór í mál við félagið með aðstoð FIFAPRO. Og hafði sigur! Knattspyrnukonur mega fæða börn! Lyon verður að greiða henni það sem hún átti inni samkvæmt samningum. Hún fylgdi sigrinum eftir með því að skrifa grein um málið á vefinn Players Tribune sem vakið hefur athygli víða. Fyrirliði og mamma Lítil börn eru lítil börn. Og lítil börn breyta öllu. Því yngri sem þau eru, þeim mun háðari eru þau móður sinni, föður og öðrum þeim sem næstir þeim standa. Varnarleysi lítilla barna getur gert mæður þeirra meirar. En líka ljónsterkar! Ég held ekki að Sara hafi grátið af því hún væri svona tapsár. Ég held hún hafi grátið af því hún fann að hún var að leika sinn síðasta landsleik. Hún grét (held ég) af því hún er mamma. Andstæð öfl tókust á um hana. Vitundin um þær gríðarlegu kröfur sem gerðar eru til fyrirliða í landsliði og viljinn að vera til staðar fyrir litla strákinn sinn. Sara stendur í sömu sporum og fjöldi kvenna um allan heim sem reyna að sameina það tvennt að gegna leiðtogastöðum og sinna börnum sínum og fjölskyldu. Sara hefur gert baráttuna fyrir persónulegum réttindum sínum að baráttu fyrir hönd knattspyrnukvenna almennt til þess að geta orðið mæður og notið sambærilegra réttinda, verndar og viðurkenningar samfélagsins á því hlutverki og konur í öðrum stéttum. Hæfileikar Söru og reynsla munu finna sér farveg, hvort sem hann verður innan íþróttahreyfingarinnar eða á öðrum vettvangi. Sara Björk Gunnarsdóttir er sannur fyrirliði. Fighter. Og mamma. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirliði íslenska landsliðsins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur um árabil verið meðal sterkustu leikmanna liðsins, bæði í sókn og vörn, skorað fjöldann allan af mörkum í um 140 landsleikjum, skapstór og tapsár, eins og hún hefur sjálf orðað það, í mínum augum algjör nagli. Það kom mér því á óvart að sjá þessa ungu afrekskonu gráta að loknum landsleik gegn Portúgal 11. október s.l. haust. Þetta er eina skiptið sem ég hef horft á landsleik í útlöndum. Léttklædd í góðu veðri! Hef hins vega oft setið í Laugardalsstúkunni dúðuð í lopapeysu og regngalla í ískulda og slagviðri á meðan Stelpurnar okkar hafa látið sem ekkert sé, berlæraðar á vellinum. Ýmist hafa þær unnið eða tapað. Fyrirliði grætur Leikurinn í Porto tapaðist í framlenginu. Og á þetta horfðum við nokkrir félagar sem vorum að koma af Evrópumóti eldri borgara, Golden Age Gym Festival, á Madeira. Okkur í stúkunni fannst þetta svekkjandi. Leikurinn hafði verið býsna jafn, þótt Stelpurnar okkar væru einni færri í um helming seinni hálfleiks. Liðsmunurinn réði úrslitum og gerði um leið út um vonir íslenska liðsins til að öðlast þáttökurétt á HM kvenna í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar, 2023. Og Sara Björk settist niður á miðjum vellinum og grét. Fyrirliðinn! Þetta hafði ég aldrei séð til hennar áður. Var hún svona reið yfir hæpnum dómi, þegar einn leikmaður íslenska liðsins var rekinn af velli? Var hún svona hrikalega tapsár? Eða var eitthvað annað og meira í gangi? Þessi unga kona lék sinn fyrsta leik með landsliðinu aðeins 16 ára að aldri. Hún gerðist snemma atvinnumaður og hefur spilað með nokkrum sterkustu liðum í Evrópu. Hún er 32 ára sem þýðir að helming ævinnar hefur hún verið knattspyrnukona í fremstu röð! Heimsmeistaramót eru haldin á fjögurra ára fresti. 2027 verður hún 37 ára. Hverjar eru líkurnar á að hún verði enn í hópi fremstu knattspyrnukvenna í heimi þegar þar að kemur? Knattspyrna og barneignir Þrem mánuðum eftir téð grátkast vitum við að leikurinn í Porto var síðasti leikurinn þar sem Sara Björk bar fyrirliðabandið fyrir Íslands hönd. Á nýbyrjuðu ári lýsti hún því yfir að hún myndi hætta að leika með íslenska kvennalandsliðinu. Á sömu stundu opinberaðist að hún var orðin fyrirliði í annarri baráttu fyrir hönd kvenna í knattspyrnu. Sara Björk er móðir. Hún á rúmlega ársgamlan son með sambýlismanni sínum. Barnið fæddi hún meðan hún var á samningi hjá franska stórliðinu Lyon. Fyrsta konan í liðinu sem hlaut að vera utan vallar um hríð af slíkum ástæðum. Stjórn stórliðsins tók þessu illa og skar niður launin hennar gróflega á meðan hún var í fríi vegna óléttunnar og síðan í stuttu fæðingarorlofi. Sara leit á þetta sem samningsbrot og fór í mál við félagið með aðstoð FIFAPRO. Og hafði sigur! Knattspyrnukonur mega fæða börn! Lyon verður að greiða henni það sem hún átti inni samkvæmt samningum. Hún fylgdi sigrinum eftir með því að skrifa grein um málið á vefinn Players Tribune sem vakið hefur athygli víða. Fyrirliði og mamma Lítil börn eru lítil börn. Og lítil börn breyta öllu. Því yngri sem þau eru, þeim mun háðari eru þau móður sinni, föður og öðrum þeim sem næstir þeim standa. Varnarleysi lítilla barna getur gert mæður þeirra meirar. En líka ljónsterkar! Ég held ekki að Sara hafi grátið af því hún væri svona tapsár. Ég held hún hafi grátið af því hún fann að hún var að leika sinn síðasta landsleik. Hún grét (held ég) af því hún er mamma. Andstæð öfl tókust á um hana. Vitundin um þær gríðarlegu kröfur sem gerðar eru til fyrirliða í landsliði og viljinn að vera til staðar fyrir litla strákinn sinn. Sara stendur í sömu sporum og fjöldi kvenna um allan heim sem reyna að sameina það tvennt að gegna leiðtogastöðum og sinna börnum sínum og fjölskyldu. Sara hefur gert baráttuna fyrir persónulegum réttindum sínum að baráttu fyrir hönd knattspyrnukvenna almennt til þess að geta orðið mæður og notið sambærilegra réttinda, verndar og viðurkenningar samfélagsins á því hlutverki og konur í öðrum stéttum. Hæfileikar Söru og reynsla munu finna sér farveg, hvort sem hann verður innan íþróttahreyfingarinnar eða á öðrum vettvangi. Sara Björk Gunnarsdóttir er sannur fyrirliði. Fighter. Og mamma. Höfundur er rithöfundur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun