Spænska blaðið La Sexta segir að maðurinn hafi verið handtekinn í morgun. Er um að ræða mann á eftirlaunum sem búsettur sé Miranda de Ebro í héraðinu Kastílla og León, miðja vegu milli Bilbao og Burgos.
Bréfasprengjurnar voru sendar í lok nóvember.
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu í höfuðborginni Madríd særðist eftir að hafa meðhöndlað sendinguna.
New York Times greindi frá því um helgina að grunur sé um að liðsmenn rússnesku leyniþjónustunnar hafi komið að sendingunum. Eigi þeir að hafa haft bein tengsl við herskáan hóp á Spáni sem trúir á yfirburði hvíta mannsins gagnvart öðrum.