Sammála um að landsliðsferill Arons sé vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2023 09:01 Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik á HM. vísir/vilhelm Strákarnir í Handkastinu voru sammála um að ferill Arons Pálmarssonar með íslenska handboltalandsliðinu hafi verið vonbrigði. Aron skoraði níu mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á HM en missti af síðustu tveimur leikjunum vegna meiðsla. Hafnfirðingurinn hefur aðeins klárað þrjú af síðustu tíu stórmótum. Í síðasta þætti Handkastsins spurði Arnar Daði Arnarsson þá Theodór Inga Pálmason og Loga Geirsson hvort landsliðsferill Arons væri ekki ein stór vonbrigði. Engin kóngastaða „Jú, hann er ekki búinn að halda út stórmótin. En aðeins honum til varnar, hann hefur verið notaður fimmtán mínútur í hvorum hálfleik í liðunum sem hann hefur verið í. Svo kemur hann í landsliðið og er bara inn á í 55 mínútur í fyrstu þremur leikjunum. Það er drulluerfitt,“ sagði Logi. Aron hefur verið í íslenska landsliðinu síðan 2008.vísir/vilhelm „Vinstri skyttustaðan er kóngastaðan í Þýskalandi en rusl á þessu móti hjá okkur. Það kom ekki mark þaðan og ekkert að frétta.“ Bara í prófessor-handbolta Logi benti þó á að Aron væri notaður vitlaust í landsliðinu. Íslendingar ættu að nýta hann eins og Danir nýta Mikkel Hansen. „Hann er lúxusleikmaður. Hann fer aldrei í „kontakt“ eða fintu. Hann fær boltann, fer upp og skýtur. Við hefðum þurft að nota Aron þannig en hann er ekki einu sinni að gera þau mörk,“ sagði Logi. „Hann er bara í prófessor-handbolta, kíkja í hornið, er einhver í betri stöðu en ég. Þú þarft ekki þannig mann í vinstri skyttuna. Þú þarft bara mann sem skýtur á f-ing markið.“ Ekki lengur hægt að treysta á Aron Theodór segir að þeir tímar að hægt sé að treysta á að Aron leiði íslenska liðið áfram séu liðnir. „Við tökum það alltaf með inn í jöfnuna að við eigum að ná þessum árangri því við erum með Aron Pálmarsson. Þurfum við ekki að taka hann út úr myndinni sem þann prófíl?,“ sagði Theodór. „Það er búið,“ sagði Logi. „Enn eitt mótið, allt undir, liðið geggjað og væntingar. Það kom ekkert út úr honum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01 Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01 Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01 Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Aron skoraði níu mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á HM en missti af síðustu tveimur leikjunum vegna meiðsla. Hafnfirðingurinn hefur aðeins klárað þrjú af síðustu tíu stórmótum. Í síðasta þætti Handkastsins spurði Arnar Daði Arnarsson þá Theodór Inga Pálmason og Loga Geirsson hvort landsliðsferill Arons væri ekki ein stór vonbrigði. Engin kóngastaða „Jú, hann er ekki búinn að halda út stórmótin. En aðeins honum til varnar, hann hefur verið notaður fimmtán mínútur í hvorum hálfleik í liðunum sem hann hefur verið í. Svo kemur hann í landsliðið og er bara inn á í 55 mínútur í fyrstu þremur leikjunum. Það er drulluerfitt,“ sagði Logi. Aron hefur verið í íslenska landsliðinu síðan 2008.vísir/vilhelm „Vinstri skyttustaðan er kóngastaðan í Þýskalandi en rusl á þessu móti hjá okkur. Það kom ekki mark þaðan og ekkert að frétta.“ Bara í prófessor-handbolta Logi benti þó á að Aron væri notaður vitlaust í landsliðinu. Íslendingar ættu að nýta hann eins og Danir nýta Mikkel Hansen. „Hann er lúxusleikmaður. Hann fer aldrei í „kontakt“ eða fintu. Hann fær boltann, fer upp og skýtur. Við hefðum þurft að nota Aron þannig en hann er ekki einu sinni að gera þau mörk,“ sagði Logi. „Hann er bara í prófessor-handbolta, kíkja í hornið, er einhver í betri stöðu en ég. Þú þarft ekki þannig mann í vinstri skyttuna. Þú þarft bara mann sem skýtur á f-ing markið.“ Ekki lengur hægt að treysta á Aron Theodór segir að þeir tímar að hægt sé að treysta á að Aron leiði íslenska liðið áfram séu liðnir. „Við tökum það alltaf með inn í jöfnuna að við eigum að ná þessum árangri því við erum með Aron Pálmarsson. Þurfum við ekki að taka hann út úr myndinni sem þann prófíl?,“ sagði Theodór. „Það er búið,“ sagði Logi. „Enn eitt mótið, allt undir, liðið geggjað og væntingar. Það kom ekkert út úr honum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01 Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01 Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01 Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01
Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01
Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01
Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30