Hafði aldrei séð byssu áður en hann afvopnaði fjöldamorðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2023 10:45 Brandon Tsay tókst að afvopna árásarmanninn þegar hann reyndi að láta til skarar skríða í annað sinn. Hinn 26 ára gamli Brandon Tsay afvopnaði Huu Can Tran eftir að sá síðarnefndi hafði myrt tíu manns í danssal í Kaliforníu um helgina. Í myndbandi úr öryggismyndavél má sjá þegar Tsay og Tran börðust um vopnið í smá tíma áður en Tran flúði vettvang. Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36