Hafði aldrei séð byssu áður en hann afvopnaði fjöldamorðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2023 10:45 Brandon Tsay tókst að afvopna árásarmanninn þegar hann reyndi að láta til skarar skríða í annað sinn. Hinn 26 ára gamli Brandon Tsay afvopnaði Huu Can Tran eftir að sá síðarnefndi hafði myrt tíu manns í danssal í Kaliforníu um helgina. Í myndbandi úr öryggismyndavél má sjá þegar Tsay og Tran börðust um vopnið í smá tíma áður en Tran flúði vettvang. Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent