Fótbolti

Kolbeinn frá Dortmund til Freys

Sindri Sverrisson skrifar
Kolbeinn Birgir Finnsson klæðist núna búningi Lyngby.
Kolbeinn Birgir Finnsson klæðist núna búningi Lyngby. Lyngby

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er orðinn fjórði Íslendingurinn í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby en félagið fékk hann frá þýska stórliðinu Dortmund.

Kolbeinn skrifaði undir samning við Lyngby sem gildir fram á sumarið 2025. Hann hefur verið hjá Dortmund frá árinu 2019 og leikið með varaliði félagsins í þýsku 3. deildinni en þessi 23 ára gamli fyrrverandi leikmaður Fylkis hefur áður einnig verið á mála hjá Brentford og Groningen.

Hjá Lyngby mun Kolbeinn spila undir stjórn þjálfarans Freys Alexanderssonar sem kom liðinu í fyrra upp úr 1. deild og í úrvalsdeildina. Í liðinu eru tveir íslenskir leikmenn en það eru sóknarmennirnir Sævar Atli Magnússon og Alfreð Finnbogason.

Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í síðasta leik fyrir vetrarfríið sem hófst um miðjan desember. Næsti leikur liðsins er við topplið Nordsjælland 19. febrúar þegar keppni í deildinni hefst að nýju. Lyngby er sex stigum á eftir næsta liði, AaB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×