Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2023 11:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir útlenidngafrumvarp dómsmálaráðherra vera sýnishorn yfirgefinna áforma og vita gagnslaust. Vísir Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma í gegn breytingum á lögum um útlendinga frá árinu 2016. Stjórnarmeirihlutinn virðist staðráðinn í að málið fái afgreiðslu að þessu sinni því engin önnur mál eru til eiginlegrar efnislegrar meðferðar á dagskrá þingsins. Frumvarpinu er ætlað að flýta umsóknarferli hælisleitenda og koma þeim fyrr úr landi sem hafnað er um hælisvist. Þannig missa þeir allan fjárhags- og félagslegan stuðning innan 30 frá því umsókn þeirra hefur alfarið verið hafnað og verða einnig að yfirgefa landið innan þess tíma. Hins vegar eru margar undantekningar í frumvarpinu varðandi meðferð mála barna og fleiri í viðkvæmri stöðu. Að ræðum forseta Alþingis meðtöldum héldu þingmenn 149 ræður um málið á þingfundi í gær, á fundi sem hófst upp úr klukkan þrjú og lauk átta tímum síðar upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnarsson formaður Miðflokksins gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að ganga ekki lengra í frumvarpi sínu um útlendinga.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata hafa haft sig mest í frammi gegn frumvarpinu að þessu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggjast einnig gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að það brjóti á hælisleitendum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og flokkur hans leggjast hins vegar gegn frumvarpinu úr annarri átt. Telja það útvatnað og gagnslaust og vilja að gengið verði lengra. Sigmundur Davíð minnti á að nú væru þingmenn að ræða frumvarp af þessu tagi í fimmta sinn. „Þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp. Þessi svo kallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. Þetta sýnishorn yfirgefinna áforma, umvafið afsökunum og kerfisflækjum. Þessi uppgjöf,“ sagði Sigmundur Davíð. Umræðum er hvergi nærri lokið og verður þráðurinn tekinn upp aftur á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44