Sólveig Anna og Trump Sveinn Waage skrifar 26. janúar 2023 07:30 Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar