Handbolti

HM-Pallborðið: Vonbrigðamót krufið til mergjar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Theodór, Gaupi og Einar Jónssson gerðu upp HM í handbolta. 
Theodór, Gaupi og Einar Jónssson gerðu upp HM í handbolta.  vísir/hjalti

Pallborðið á Vísi og Stöð 2 Vísi var helgað heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Mótinu er ekki lokið en íslenska landsliðið hefur aftur á móti lokið þátttöku sinni og var niðurstaðan 12. sæti.

Ísland vann fjóra leiki á mótinu en tapaði tveimur. Annar leikurinn í riðlakeppninni gegn Ungverjum reyndist banabiti íslenska landsliðsins en sá leikur mátti alls ekki tapast þegar upp var staðið og Ungverjar komust í 8-liða úrslitin.

Þeir Guðjón Guðmundsson, Theodór Ingi Pálmason og Einar Jónsson mættu í Pallborðið til Stefáns Árna Pálssonar í dag og gerðu upp mótið. Þar var einnig farið yfir niðurstöður könnunar Vísis um það hver sé að mati lesenda best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu.

 Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: HM-Pallborðið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×