Alfreð gagnrýnir fyrirkomulag HM: „Gátum ekki undirbúið okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 17:01 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem mun nú spila um 5.-8. sæti á HM. Getty/Jan Woitas Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, óskaði Frökkum til hamingju með sigurinn í 8-liða úrslitum HM í gær en benti á hve ósanngjörn dagskrá mótsins, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð, væri. Það bitnaði á Þjóðverjum. Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð. HM 2023 í handbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð.
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira