Alfreð gagnrýnir fyrirkomulag HM: „Gátum ekki undirbúið okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 17:01 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem mun nú spila um 5.-8. sæti á HM. Getty/Jan Woitas Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, óskaði Frökkum til hamingju með sigurinn í 8-liða úrslitum HM í gær en benti á hve ósanngjörn dagskrá mótsins, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð, væri. Það bitnaði á Þjóðverjum. Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð. HM 2023 í handbolta Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Frakkar reyndust sterkari síðustu tuttugu mínúturnar gegn Þýskalandi í gær og unnu að lokum 35-28, eftir að staðan hafði verið 16-16 í hálfleik. Þjóðverjar höfðu aðeins fengið einn dag í hvíld frá síðasta leik sínum í milliriðli, sem leikinn var í Katowice, á meðan að Frakkar höfðu fengið tvo daga frá því að milliriðli þeirra í Kraká lauk. Liðin ferðuðust svo innan Póllands til Gdansk þar sem leikurinn í gær var spilaður, og þurfa núna að ferðast til Stokkhólms þar sem mótið verður klárað. „Það sem angrar mig svolítið er dagskráin. Það er munur á því að fá tvo daga í hvíld fyrir svona leik í staðinn fyrir einn eins og við fengum. Þetta skipti miklu máli,“ sagði Alfreð en Þjóðverjar þurftu að nýta hvíldardaginn sinn í að fljúga frá Katowice til Gdansk eftir erfiðan leik gegn Noregi. „Þetta var mikið álag. Eiginlega þannig að við gátum ekki undirbúið okkur fyrir leikinn,“ sagði Alfreð og bætti við: „Það er synd að þegar HM er haldið í fleiri en einu landi skuli eitt lið lenda svona mikið verr í því en annað. Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að eitt lið þurfi að ferðast en annað ekki. Það er ekkert hægt að fegra það neitt. Þetta er umtalsverð byrði fyrir liðið sem þarf að ferðast,“ sagði Alfreð áður en hann lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar þar sem næstu andstæðingar, Egyptar, hafa dvalið allt mótið. Sigurliðið í leik Þýskalands og Egyptalands á morgun leikur um 5. sæti á HM en tapliðið um 7. sæti. „Þetta verður ekki auðvelt því nú tekur við annar ferðadagur. Við höfum ekki mikinn tíma. En við munum leggja allt í sölurnar í leiknum til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði Alfreð.
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira