Björgvin Páll svarar gagnrýninni: „Hvar eru þessar spurningar þegar við hittumst úti á götu?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 21:19 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann svarar gagnrýninni sem handknattleikslandsliðið hefur fengið eftir heimsmeistaramótið. Hann segir hluta gagnrýninnar ekki standast skoðun. Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira