Mennska er máttur - í heilbrigðiskerfinu Hlédís Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2023 07:30 Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vingjarnlegt viðmót og bros. Klapp á bakið. Útskýringar á mannamáli. Útskýringar á barnamáli. Bangsi að gjöf í sjúkrabíl. Aukaverðlaun í erfiðustu heimsóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolinmæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heimsóknir barns og foreldris þolanlegar. Það eru þær líka - heimsóknir okkar mæðgna til heilbrigðisstarfsfólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heilbrigðisstarfsfólki. Austur Asísk heimspeki skilgreinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðalþættir tilverunnar. Alheimurinn er til vegna samleiks og víxláhrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafnvægi. Við þekkjum líka orðatiltæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sársauka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mistaka. Við viljum allt það fallega og góða sem fylgir manneskjum en verðum þá líka að taka því slæma. Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heilbrigðisgeirans getur gert mistök eins og starfsfólk i öllum öðrum atvinnugreinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfsfólk frekar en þegar slys eða mistök eiga sér stað í öðrum starfsstéttum. Það er hættulegt að taka heilbrigðisstarfsfólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mistök eða þar vinni ekki mennskt fólk. Hippókrates sem oft er kallaður faðir læknisfræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „umfram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að læknaeiðum víða um heim. Góð kona, heilbrigðisstarfsmaður, sagði við mig um daginn að eiginlega þyrfti líka að vera til læknaeiður þegar mistök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „umfram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of algengt að eftir að mistök eru gerð, þ.e.a.s. einhver skaði verður, innan heilbrigðisstofnunar er unnið meira tjón með skaðlegum viðbrögðum. Ef við höldum okkur við gamla gríska heimspeki getum við líka vitnað í Aristóteles. Hann var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er áhugavert í þessu samhengi. Við getum ekki afstýrt áföllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað viðbrögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannarlega gert betur. Miklu betur! Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lillehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á alvarleg mistök með þeim afleiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta martröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera andlát barns. En martröðin er ekki bara foreldrana. Það að vera starfsmaður sem ber ábyrgð á slíkum mistökum er ekki síður martraðakennt. Ólíkt þeim viðbrögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mistökum sínum umsvifalaust og einlægt. Hann tók fulla ábyrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með foreldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mistökunum á heiðarlegan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa áfram. Þið getið líka rétt ímyndað ykkur muninn á úrvinnslu slíks sársauka hjá aðstandendum sé þeim mætt af auðmýkt og heiðarleika í stað hroka og og yfirklórs. Virðing mín fyrir þessum foreldrum er algjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er algjör, hann skaðaði ekki meira. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar